Fara í efni
Umræðan

Einn í öndunarvél, barnahópur í smitgát

Sjúkrahúsið á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Einn sjúklingur með Covid-19 er nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og tveir að auki eru á Covid-19 deild stofnunarinnar. Í gær greindust 178 manns með Covid-19 hérlendis, fleiri en nokkur sinni áður á einum degi. Á Norðurlandi greindust 15 smit.

Sjúkrahúsið telst á hættustigi en tekist hefur að halda úti nánast óskertri starfsemi, valaðgerðir ganga til dæmis skv. áætlun. Staðan er sögð viðkvæm því veikindin auka álag á stofnuninni enda hafa veikindi og sóttkví áhrif á mönnun sjúkrahússins, segir á vef SAk.

Vert er að geta þess að tímabundið heimsóknarbann er á legudeildum SAk og annar gestagangur er takmarkaður sem unnt er.

Enn einu sinni í smitgát

Í kvöld fengu foreldrar nemenda í 4. bekk Brekkuskóla póst þess efnis að enn hefði nemandi greinst með smit og því þyrfti allur árgangurinn að fara í smitgát, fyrir utan þau börn sem þegar hafa fengið Covid. Smit hafa nokkrum sinnum komið upp í þessum árgangi í skólanum.

Foreldrar þurfa að skrá börn sín í smitgát. „Á morgun fimmtudag þurfið þið því að fara með börnin í hraðpróf og bíða svo eftir niðurstöðu úr því. Ef það er neikvætt má senda börnin í skólann. Nemendur sem þurfa ekki í smitgát - hafa fengið Covid - mæta að sjálfsögðu í skólann á morgun samkvæmt stundaskrá,“ sagði í pósti til foreldranna í kvöld.

  • Hvað er smitgát? Hér er svarið við því.

 

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Hér rís önnur heilsugæslustöð

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. mars 2024 | kl. 13:11

Akureyri stendur ekki í vegi fyrir kjarasamningum

Heimir Örn Árnason skrifar
06. mars 2024 | kl. 15:15