Fara í efni
Umræðan

„Ég held að við séum alls ekki of var­kár“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Ljósmynd: Lögreglan.

Samkomutakmarkanir hérlendis verða óbreyttar næstu tvær vikur, skv. ákvörðun heilbrigðisráðherra. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur að alls sé of varlega farið.

Að minnsta kosti 84 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og einn við landamærin. Tölurnar eiga líklega eftir að hækka í ljósi sögunnar; á vef Almannavarna var upphaflega greint frá því að minnst 57 hefðu greinst með veiruna í fyrradag en þegar upp var staðið og öll sýni höfðu verið greind reyndust smitin 141.

Í gær voru 140 manns á Akureyri í sóttkví og 44 í einangrun.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja gildandi reglugerð um samkomutakmarkanir um tvær vikur, til og með 27. ágúst. Áfram verður því kveðið á um 200 manna fjöldatakmarkanir, 1 metra nálægðarreglu m.a. í verslunum og öðru opinberu húsnæði og óbreyttar reglur um grímunotkun.

Þórólfur Guðnason segist, í samtali við mbl.is í dag, ekki meta stöðuna þannig að tíðni smita sé að rjúka upp en of snemmt sé að setja til um hvort ástandið sé svipað eða hvort tölurnar séu að þokast niður á við. Hann segir veikindi réttlæta áframhaldandi aðgerðir. „Ég held að við séum alls ekki of var­kár,“ segir hann.

Þórólf­ur bend­ir á að það sé mik­il­vægt að missa ekki tök­in á út­breiðslunni frek­ar. „Það er af nægu að taka fyr­ir þessa veiru.“ Með frek­ari út­breiðslu myndi veir­an dreifa sér enn meira til bólu­settra og óbólu­settra sem eru miklu viðkvæm­ari bæði fyr­ir smit­um og al­var­leg­um veik­ind­um.

Sam­kvæmt gögn­um sótt­varna­yf­ir­valda eru lík­urn­ar á því að óbólu­sett­ir þurfi að leggj­ast inn á spít­ala eða gjör­gæslu tölu­vert meiri en bólu­settra.

„Með svipuðum hlut­föll­um og við höf­um séð und­an­farið sjá­um við að ef tíu pró­sent þjóðar­inn­ar smit­ast gæt­um við fengið mörg hundruð manns inn á spít­ala og tugi eða hundrað á gjör­gæslu. Það sér hver maður að kerfið okk­ar myndi alls ekki ráða við það.“

Nánar hér á mbl.is

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45

Framhaldsskóli fyrir nemendur

Sverrir Páll skrifar
08. mars 2024 | kl. 06:00

Hér rís önnur heilsugæslustöð

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. mars 2024 | kl. 13:11

Akureyri stendur ekki í vegi fyrir kjarasamningum

Heimir Örn Árnason skrifar
06. mars 2024 | kl. 15:15