Fara í efni
Umræðan

Covid: Smit í flestum grunnskólunum

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Að minnsta kosti 14 Covid smit greindust á Akureyri í dag, í flestum tilfellum var um að ræða börn á grunnskólaaldri. Unnið er að rakningu og eru foreldrar hvattir til þess að halda samskiptum barna í lágmarki og á það einnig við um íþróttaæfingar.

Eftirfarandi birsti á Facebook síðu lögreglunnar fyrir stundu:

„Áríðandi tilkynning frá aðgerðarstjórn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra fjölgunar Covid smita á Akureyri.

„Nú í vikunni hafa verið að greinast ný smit á Akureyri og hafa þau tengst inn í grunnskóla bæjarins. Í dag var fjöldi sýna tekin og í ljós hefur komið að staðfest eru a.m.k. 14 ný smit, og þau flest hjá aðilum á grunnskólaaldri. Verið er að vinna að rakningu í þessum tilfellum.

Þessi smit ná inn í flesta grunnskólana og hvetjum við foreldra að halda börnum sínum til hlés í samskiptum við önnur börn á meðan rakning fer fram og yfirsýn næst, á það einnig við um íþróttaæfingar. Jafnframt hvetjum við fólk til að skrá sig og börn sín í sýnatöku finni það til einkenna.“

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30