Fara í efni
Umræðan

Breytt nálgun ef meira fjármagn fæst

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, reiknar með breytingum á sameiningarhugmyndum framhaldsskólanna á Akureyri, MA og VMA, fáist aukið fjármagn í málaflokkinn; ef til þess fæst fjárhagslegur slaki, eins og ráðherrann orðar það.

Ráðherra segir þetta í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag.

Ásmundur Einar var á Akureyri í gær og dag. Hann fundaði með stjórnendum og nemendum MA í gær og VMA í dag, auk þess sem hann hitti fólk úr atvinnulífinu að máli.

Í gær greindi Ásmundur Einar frá því að hann hefði fengið vilyrði fyrir því að aukið fjármagn inn í framhaldsskólakerfið verði skoðað.

RÚV spurði ráðherra í dag, eftir fundahöld á Akureyri, hvort sameiningarmál væru komin á ís. „Aukið fjármagn hefur sannarlega áhrif á tímapressuna á okkur og hvernig við nálgumst verkefnið,“ sagði hann.

Ráðherrann bætti við að hann færi til baka vel nestaður af upplýsingum eftir fundina á Akureyri. Nú þurfi að klára samtalið um fjármagnið. „Já ég reikna með breytingu á þessari vegferð sem við erum á en forsenda fyrir því er að við fáum til þess fjárhagslegan slaka.“

Smellið hér til að sjá frétt RÚV

Fundur með eldri borgurum á Akureyri

Sigurjón Þórðarson skrifar
16. maí 2025 | kl. 16:30

Heyrn er ekki munaður – hún er þátttaka

Ingibjörg Isaksen skrifar
16. maí 2025 | kl. 12:00

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00