Fara í efni
Umræðan

Börn og gamalt fólk bólusett í næstu viku

Bólusetning á slökkvistöðinni á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Í næstu viku verður boðið upp á bólusetningu gegn Covid-19 fyrir börn á aldrinum 12 til 15 ára á starfsstöðvum Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Bóluefnið sem verður notað er frá Pfizer/BioNTech.

Akureyri.net greindi frá þessu í gær en nú hefur verið ákveðið hvenær bólusetningar fara fram.

  • Börnin verða bólusett fimmtudaginn 19. ágúst klukkan 12.00 til 16.00 á slökkvistöðinni.
  • Boð um bólusetningu verða send í gegnum Mentor og forráðamaður sem óskar eftir bólusetningu fyrir barn sitt þarf að fylgja barni í bólusetninguna eða senda staðgengil 18 ára eða eldri með umboð. Börnum í 7. bekk sem verða 12 ára eftir 1. september býðst bólusetning síðar í haust.
  • Bólusettum íbúum á hjúkrunarheimilum, 80 ára og eldri, einnig þeim einstaklingum sem eru mjög ónæmisbældir og einstaklingum 60-79 ára verður einnig boðinn örvunarskammtur með Pfizer bóluefni á næstu vikum. Miðað er við að 26 vikur hafi liðið frá skammti númer tvö.

Þeir sem ekki hafa hafið bólusetningu er velkomið að mæta í auglýsta bólusetningartíma á Akureyri.

Fasteignaskattsprósenta lækkar!

Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 19:00

Tjaldsvæðisreiturinn eða Húsmæðraskólatúnið?

Benedikt Sigurðarson skrifar
13. nóvember 2025 | kl. 18:00

Álögur á heimili og fyrirtæki hafa aukist verulega á kjörtímabilinu

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
08. nóvember 2025 | kl. 11:30

Græni dagurinn

Hlín Bolladóttir skrifar
07. nóvember 2025 | kl. 22:30

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30