Fara í efni
Umræðan

Bólusett á Glerártorgi við Covid og inflúensu

Bólusetning á Slökkvistöðinni á Akureyri á síðasta ári. Bólusett er á Glerártorgi að þessu sinni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Boðið er upp á örvunarskammt af bóluefni við COVID-19 og inflúensu bólusetningu fyrir 60 ára og eldri og áhættuhópa í vikunni og í byrjun næsta mánaðar fyrir þá sem eru ekki í áhættuhópi.

Bólusetningin fer í báðum tilfellum fram á Glerártorgi, í plássinu þar sem Kaffi Torg var.

Byrjað var í dag en á morgun, miðvikudag 28. september, verður opið frá klukkan 13.00 til 17.00.

Tímapantanir fara fram á heilsuvera.is eða í síma 432 4600

Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir að sóttvarnarlæknir hafi nú heimilað að gefa á sama tíma bóluefni við COVID-19 og bóluefni við inflúensu. Þau sem koma í bólusetningu hafa því val um hvort þau fá bæði bóluefnin á sama tíma eða aðeins annað þeirra.

Áhættuhópar sem eru í forgangi fyrir bæði inflúensu- og COVID-19 bólusetningar eru:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Barnshafandi konur.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Örvunarskammtur fyrir áhættuhópa: Bólusett með nýrri útgáfu af bóluefnum frá Pfizer/Moderna.

Grunnbólusetning: Bólusett með upprunalegum bóluefnum frá Pfizer/Moderna.[GH3] [GH4]

Bólusetningar við COVID-19 og inflúensu fyrir þá sem ekki eru í áhættuhópi

Glerártorg, þar sem Kaffi Torg var

  • Þriðjudaginn 4. október kl. 13:00-17:00
  • Miðvikudaginn 5. október kl. 13:00-17:00

Tímapantanir fara fram á heilsuvera.is eða í síma 432 4600

Fyrirtæki geta sent inn lista eins og verið hefur sjá eyðublað á hsn.is.

Bólusetning við COVID-19 verður landsmönnum áfram að kostnaðarlausu en innheimt verður hefðbundið komugjald fyrir bólusetningu við inflúensu.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag bólusetninga hjá HSN eru hér  

Fráleitar hugmyndir við Austursíðu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
29. september 2023 | kl. 09:00

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55