Fara í efni
Umræðan

Bólusetning heldur áfram í vikunni

Bólusetning á Slökkvistöðinni á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Bólusetning vegna Covid 19 heldur áfram á Akureyri á morgun, miðvikudag. Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) fær um 2.100 skammta bóluefnis í vikunni; um 1.700 skammtar af Pfizer bóluefninu verða nýttir í seinni bólusetningu þeirra sem fengu sama efni 4. til 7. maí og í seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu Astra Zeneca bóluefni fyrir 12 vikum og eiga að fá Pfizer í seinni bólusetningu. Þá verður bóluefnið m.a. nýtt til að bólusetja leikskólakennara, kennara, starfsmenn félagsþjónustu og foreldra barna með lang­vinna sjúk­dóma.

Þá fær HSN um 360 skammta af Astra Zeneca bóluefni sem nýttir verða í seinni bólusetningu. Í lok næstu viku er gert ráð fyrir að allir forgangshópar verði langt komnir eða búnir.

Bólusetning með Pfizer bóluefninu fram á morgun, miðvikudag, á slökkvistöðinni og bólusetning með Astra Zeneca bóluefninu fer þar fram á sama stað á fimmtudaginn 27. maí. Fólk mun fá boð með sms skilaboðum, skv. upplýsingum frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Mikilvægara en veiðigjöldin

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 15:00

Að klára verkefnin – hvað er í gangi á Ásnum ?

Jón Stefán Jónsson skrifar
07. júlí 2025 | kl. 08:50

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45