Fara í efni
Umræðan

Ásdís er hætt að leika með HF Skara í Svíþjóð

Ásdís Guðmundsdóttir svífur inn af línunni í leik með HF Skara í vetur. Aldís Ásta Heimisdóttir er lengst til vinstri. Ljósmynd: Viktor Ljungström

Handboltakonan Ásdís Guðmundsdóttir sem gekk til liðs við HF Skara í Svíþjóð frá KA/Þór síðasta sumar er hætt að leika með félaginu og flutt heim til Akureyrar á ný.

Ásdís hættir að eigin frumkvæði; hún fékk samningnum við HF Skara rift af persónulegum ástæðum. Ekki er ljóst hvað tekur við, samningur við annað félag er ekki í pípunum skv. því sem Akureyri.net kemst næst. Hún hefur til dæmis ekki rætt við forráðamenn KA/Þórs.

Æskuvinkona Ásdísar, Aldís Ásta Heimisdóttir, gekk einnig til liðs við HF Skara síðasta sumar. Þeim hefur báðum gengið ágætlega með liðinu sem er um miðja efstu deild Svíþjóðar.

Afsakið – Kemst ekki á fundinn

Jón Hjaltason skrifar
03. nóvember 2025 | kl. 15:30

Varaflugvallagjaldið og flugöryggi

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
01. nóvember 2025 | kl. 15:30

Hefðum ekki fært út efnahagslögsöguna

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
31. október 2025 | kl. 09:00

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00