Fara í efni
Umræðan

Ásdís er hætt að leika með HF Skara í Svíþjóð

Ásdís Guðmundsdóttir svífur inn af línunni í leik með HF Skara í vetur. Aldís Ásta Heimisdóttir er lengst til vinstri. Ljósmynd: Viktor Ljungström

Handboltakonan Ásdís Guðmundsdóttir sem gekk til liðs við HF Skara í Svíþjóð frá KA/Þór síðasta sumar er hætt að leika með félaginu og flutt heim til Akureyrar á ný.

Ásdís hættir að eigin frumkvæði; hún fékk samningnum við HF Skara rift af persónulegum ástæðum. Ekki er ljóst hvað tekur við, samningur við annað félag er ekki í pípunum skv. því sem Akureyri.net kemst næst. Hún hefur til dæmis ekki rætt við forráðamenn KA/Þórs.

Æskuvinkona Ásdísar, Aldís Ásta Heimisdóttir, gekk einnig til liðs við HF Skara síðasta sumar. Þeim hefur báðum gengið ágætlega með liðinu sem er um miðja efstu deild Svíþjóðar.

Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Björn Snæbjörnsson skrifar
29. desember 2025 | kl. 09:30

Dásamlegur aðalfundur — Látum verkin tala!

Katrín Oddsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 12:00

Listin að vera ósammála

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar
22. desember 2025 | kl. 10:00

Flugþróunarsjóður efldur

Ingvar Þóroddson skrifar
21. desember 2025 | kl. 11:00

Makríllinn vannýttur

Sigurjón Þórðarson skrifar
19. desember 2025 | kl. 06:00

Opið bréf til samgönguráðherra

Sigrún Gísladóttir skrifar
16. desember 2025 | kl. 21:00