Fara í efni
Umræðan

Árshátíð MA loks endanlega aflýst

Nemendur MA í þjóðbúningum á árshátíð skólans. Mynd af vef MA.

Árshátíð Menntaskólans á Akureyri, sem jafnan er haldin sem næst fullveldisdeginum, 1. desember, hefur loks verið aflýst. „Við höfum nú í heilt skólaár reynt að skipuleggja okkar ástkæru árshátíð í mörgum útfærslum en höfum nú ákveðið að leggja árshátíðina niður í ár vegna aðstæðna í samfélaginu. Okkur þykir þetta mjög leitt en viljum þakka ykkur fyrir stuðninginn og þátttökuna þetta skólaárið á öllum viðburðum,“ sagði í tilkynningu frá stjórn skólafélagsins Hugins til nemenda í vikunni.

„Árshátíð MA hefur til afar langs tíma verið stærsti viðburðurinn í félagslífi nemenda. Nánast allir nemendur og stór hópur starfsfólks hefur sótt árshátíðina og mikill metnaður verið lagður í skreytingar, skemmtiatriði og allan undirbúning,“ segir í frétt sem aðstoðarskólameistari skrifaði um málið á heimasíðu skólans í dag. „Nemendur í þriðja bekk hafa mætt í þjóðbúningum og sett mikinn svip á hátíðina. En COVID setur strik í reikninginn eins og svo víða; árshátíðinni sem hefur verið haldin sem næst fullveldisdeginum 1. desember var frestað til 16. apríl, en í ljósi síðustu breytinga á sóttvarnarreglum ákvað skólafélagið að aflýsa henni. Vonandi verður hún á sínum stað á næsta skólaári og yngri bekkingar geta látið sig hlakka til,“ skrifar Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir.

Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi?

Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa
23. október 2025 | kl. 14:00

Sýnum samstöðu, látum rödd okkar heyrast

Heiðrún Hafdal skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

„Í augsýn er nú frelsi …

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
23. október 2025 | kl. 10:00

Krónan býr sig ekki til sjálf

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
21. október 2025 | kl. 22:30

Laugaskóli í Þingeyjarsýslu 100 ára

Benedikt Sigurðarson skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Hafa foreldrar skoðun á leikskólagjöldum og skráningardögum?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
14. október 2025 | kl. 15:30