Fara í efni
Umræðan

Allir oddvitarnir búnir að kjósa

Fyrstu kjósendur mættu til kjörfundar í Verkmenntaskólanum strax klukkan 9.00 þegar opnað var. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Oddvitar allra framboðanna í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri hafa nú kosið. Heimir Örn Árnason mætti fyrstur strax og kjörfundur hófst í Verkmenntaskólanum klukkan 9.00 og Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins, kaus síðastur klukkan 13.30.

Heimir Örn Árnason oddviti Sjálfstæðisflokksins tók daginn snemma og kaus klukkan 9.00 ásamt eiginkonu sinni, Mörthu Hermannsdóttur.

Brynjólfur Ingvarsson, oddviti Flokks fólksins, kaus klukkan 10.00.

Gunnar Líndal, oddviti L-listans kaus klukkan 10.00 ásamt eiginkonu sinni, Írisi Huldu Stefánsdóttur.

Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, kaus klukkan 10.30.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir, oddviti Framsóknar, kaus klukkan 11.00.

Ásgeir Ólafsson Lie, sem er í öðru sæti hjá Kattaframboðinu kaus klukkan 12.00. Snorri Ásmundsson, oddviti framboðsins, er staddur í Los Angeles.

Hrafndís Bára Einarsdóttir, oddviti Pírata, kaus klukkan 12.30. Sonur hennar, Sveinn Sævar Hermannsson, var með í för.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, oddviti Vinstri grænna, kaus klukkan 12.30.

Hlynur Jóhannsson, oddviti Miðflokksins, kaus klukkan 13.30.

Áhugalausir þingmenn

Björn Valur Gíslason skrifar
25. mars 2024 | kl. 12:30

Akureyri – næsta borg Íslands

Ingibjörg Isaksen skrifar
20. mars 2024 | kl. 14:00

Fimm ástæður til að fagna

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
19. mars 2024 | kl. 10:00

Mótmæli sjálfstæðismanna

Björn Valur Gíslason skrifar
15. mars 2024 | kl. 10:15

Frábærar viðtökur bæjarstjóra!

Hjörleifur Hallgríms skrifar
15. mars 2024 | kl. 09:30

Tjaldsvæðið – Villigötur

Jón Hjaltason skrifar
14. mars 2024 | kl. 10:45