Fara í efni
Umræðan

Allir mæti sem fyrst – nóg til af Janssen

Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur HSN á Akureyri, og Maron Pétursson, deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri á vaktinni í morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Dræmari mæting hefur verið í bólusetningu gegn Covid-19 á Slökkvistöðinni á Akureyri í morgun en vonast var til. „Síðustu daga hefur mæting verið góð og bólusetning gengið mjög vel, en þetta hefur verið rólegt í morgun. Við getum tekið við miklu fleirum og ég vil því hvetja alla til að mæta – því fyrr því betra,“ sagði Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri, þegar Akureyri.net leit við á Slökkvistöðinni um tíuleytið.

Bóluefni frá Janssen er í sprautum dagsins. Aðeins þarf einn skammt af því. Bólusetning stendur til klukkan 14.00 í dag, fólk fékk boð um að mæta á ákveðnum tíma en Inga Berglind hvetur alla til að mæta sem fyrst þrátt fyrir það.

Fyrsti þjónustusamningur Akureyrarbæjar við Grófina geðrækt!

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar
22. nóvember 2023 | kl. 15:45

Sammála en þó á móti

Jón Hjaltason skrifar
20. nóvember 2023 | kl. 17:40

Áhugaverð hugmynd að nýtingu Tjaldsvæðisreitsins

Benedikt Sigurðarson skrifar
18. nóvember 2023 | kl. 15:00

Vakning um ofbeldi gagnvart verslunarfólki

Eiður Stefánsson skrifar
17. nóvember 2023 | kl. 12:35

Erfið staða bænda nú er okkur sem samfélagi að kenna

Hólmgeir Karlsson skrifar
15. nóvember 2023 | kl. 10:00

Sex gjaldfrjálsir klukkutímar og tekjutenging

Hulda Elma Eysteinsdóttir skrifar
10. nóvember 2023 | kl. 17:25