Fara í efni
Umræðan

Allir mæti sem fyrst – nóg til af Janssen

Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur HSN á Akureyri, og Maron Pétursson, deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á Akureyri á vaktinni í morgun. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Dræmari mæting hefur verið í bólusetningu gegn Covid-19 á Slökkvistöðinni á Akureyri í morgun en vonast var til. „Síðustu daga hefur mæting verið góð og bólusetning gengið mjög vel, en þetta hefur verið rólegt í morgun. Við getum tekið við miklu fleirum og ég vil því hvetja alla til að mæta – því fyrr því betra,“ sagði Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Akureyri, þegar Akureyri.net leit við á Slökkvistöðinni um tíuleytið.

Bóluefni frá Janssen er í sprautum dagsins. Aðeins þarf einn skammt af því. Bólusetning stendur til klukkan 14.00 í dag, fólk fékk boð um að mæta á ákveðnum tíma en Inga Berglind hvetur alla til að mæta sem fyrst þrátt fyrir það.

Ef við getum ekki lækkað fasteignaskatt, þá eigum við að hagræða

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 14:00

Verulegt rými til framfara

Árni Guðmundsson skrifar
02. júlí 2025 | kl. 11:00

Látið hjarta Akureyrar í friði

Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
01. júlí 2025 | kl. 06:00

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Eyjólfur Ármannsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 09:45

Hver borgar brúsann?

Ingibjörg Isaksen skrifar
28. júní 2025 | kl. 12:00

Börn eiga skilið að alast upp í friði – þrátt fyrir breyttar aðstæður

Halldóra K. Hauksdóttir skrifar
25. júní 2025 | kl. 16:30