Fara í efni
Umræðan

900 börn bólusett: „Frábær mæting“

Þessi galvaski ungi maður var einn þeirra 900 barna sem voru bólusett á Akureyri í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

„Ég er mjög glöð, og stolt af þessum duglegu börnum sem komu í dag. Þetta var frábær mæting,“ sagði Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri, við Akureyri.net eftir að bólusetningu dagsins vegna Covid-19 lauk á slökkvistöðinni. Um 900 börn mættu og allt gekk eins og í sögu.

Aldrei hefur verið jafn löng röð fyrir utan slökkvistöðina síðan bólusetning hófst og í dag. Börnum á aldrinum 12 til 15 ára var boðin bólusetning en um 1200 eru á þeim aldri í sveitarfélaginu.

Börnin voru bólusett með efni frá Pfizer og fá seinni skammtinn eftir þrjár vikur.

„Allt hefur gengið mjög vel og áfallalaust fyrir sig. Krakkarnir hafa staðið sig svakalega vel,“ sagði Inga Berglind. Börnunum var boðin bólusetning í samstarfi við grunnskóla bæjarins og voru greinilega vel undirbúin. Foreldri eða annar aðstandandi var í för með hverju barni. Þau börn sem blaðamaður ræddi við voru galvösk og sögðust ekki hafa verið í neinum vafa um að þiggja sprautu.

Þau sem ekki komust í dag en vilja þiggja bólusetningu mega mæta á slökkvistöðina á fimmtudag í næstu viku og reyndar alla daga sem bólusetning er auglýst. Það á einnig við um fullorðna sem eiga eftir að hefja bólusetningu eða þurfa örvunarskammt.

Aldrei hefur verið jafn löng röð á bólusetningardegi fyrir utan slökkvistöðina og í dag. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00

Samstaða, kjarkur og þor

Björn Snæbjörnsson skrifar
05. maí 2025 | kl. 15:00

Um nesti, fótbolta og fótbolta kvenna

Þór Karls skrifar
30. apríl 2025 | kl. 06:00

Afgangur og þrír þræðir jarðtengingar

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
15. apríl 2025 | kl. 16:00