Fara í efni
Umræðan

900 börn bólusett: „Frábær mæting“

Þessi galvaski ungi maður var einn þeirra 900 barna sem voru bólusett á Akureyri í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

„Ég er mjög glöð, og stolt af þessum duglegu börnum sem komu í dag. Þetta var frábær mæting,“ sagði Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri, við Akureyri.net eftir að bólusetningu dagsins vegna Covid-19 lauk á slökkvistöðinni. Um 900 börn mættu og allt gekk eins og í sögu.

Aldrei hefur verið jafn löng röð fyrir utan slökkvistöðina síðan bólusetning hófst og í dag. Börnum á aldrinum 12 til 15 ára var boðin bólusetning en um 1200 eru á þeim aldri í sveitarfélaginu.

Börnin voru bólusett með efni frá Pfizer og fá seinni skammtinn eftir þrjár vikur.

„Allt hefur gengið mjög vel og áfallalaust fyrir sig. Krakkarnir hafa staðið sig svakalega vel,“ sagði Inga Berglind. Börnunum var boðin bólusetning í samstarfi við grunnskóla bæjarins og voru greinilega vel undirbúin. Foreldri eða annar aðstandandi var í för með hverju barni. Þau börn sem blaðamaður ræddi við voru galvösk og sögðust ekki hafa verið í neinum vafa um að þiggja sprautu.

Þau sem ekki komust í dag en vilja þiggja bólusetningu mega mæta á slökkvistöðina á fimmtudag í næstu viku og reyndar alla daga sem bólusetning er auglýst. Það á einnig við um fullorðna sem eiga eftir að hefja bólusetningu eða þurfa örvunarskammt.

Aldrei hefur verið jafn löng röð á bólusetningardegi fyrir utan slökkvistöðina og í dag. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30