Fara í efni
Umræðan

899 í einangrun – aldrei verið fleiri á Akureyri

Aldrei hafa fleiri verið í einangrun á Akureyri vegna Covid-19 en í gær, 899 manns og alls 1.163 í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

„Eitthvað virðist veðrið síðustu daga hafa blásið Covid á milli manna, a.m.k. ef við horfum í stöðuna í okkar umdæmi. Í gær, þriðjudag, var mikið álag á sýnatökufólki sem og SAk við að greina þau sýni sem þangað bárust. Það var þá alveg í samræmi við fjölda sýna að við vorum með mesta fjölda smitaðra einstaklinga á sólarhring í gær, samtals 375 manns,“ segir í færslu á Facebook síðu embættisins í morgun.

Mikið hefur verið um smit í skólum undanfarnar vikur, nú eru til dæmis um 60 nemendur Menntaskólans á Akureyri í einangrun og fleiri heima vegna PCR prófa. Þunnskipað hefur því verið í einhverjum bekkjum að sögn Sigurlaugar Á. Gunnarsdóttur, aðstoðarskólameistara.

Í gær greindust fleiri með Covid hérlendis en áður á einum degi, 2.254, 400 fleiri en síðastliðinn föstudag sem var metdagur. Nú eru alls 11.111 í einangrun hér á landi og 8.342 í sóttkví.

Á Norðurlandi eystra eru nú 1.163 í einangrun sem fyrr segir og 1.069 í sóttkví. Hér má sjá stöðuna á Norðurlandi eystra í morgun; póstnúmer 600 er Akureyri sunnan Glerár en 603 norðan árinnar.

Fundur með eldri borgurum á Akureyri

Sigurjón Þórðarson skrifar
16. maí 2025 | kl. 16:30

Heyrn er ekki munaður – hún er þátttaka

Ingibjörg Isaksen skrifar
16. maí 2025 | kl. 12:00

„Verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla“

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
11. maí 2025 | kl. 20:00

75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu

Clara Ganslandt skrifar
09. maí 2025 | kl. 16:30

Stækkun og endurbætur á félagsaðstöðu í Víðilundi

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson skrifa
08. maí 2025 | kl. 13:45

Líflínan

Ingibjörg Isaksen skrifar
07. maí 2025 | kl. 08:00