Fara í efni
Umræðan

600 bólusettir í gær, 700 fá skammt í dag

Bólusetning á slökkvistöðinni á Akureyri í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Rúmlega 600 voru bólusettir gegn Covid-19 á slökkvistöðinni á Akureyri í gær og um 700 verða bólusettir í dag. Um 2.300 skammtar bóluefnis bárust norður í gærmorgun, efni sem starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands notar víða um landsfjórðunginn. Bólusetning gekk mjög vel á Akureyri í gær, lang flestir sem áttu að mæta skiluðu sér á staðinn og glöddust mjög yfir því að röðin væri komin að þeim, a.m.k. þeir sem blaðamaður ræddi við. Fleiri verða bólusettir á Akureyri í þessari viku en áður hefur gerst.

Í dag eiga þeir að mæta á slökkvistöðina sem fengu fyrri bólusetninguna með Pfizer bóluefninu 18. mars. Þeir sem hafa ekki farsíma og fá því ekki boð með sms eru beðnir um að mæta í seinni bólusetninguna á slökkvistöðina milli klukkan 9.00 og 11.00. Þeir sem eru að fá fyrri bólusetninguna með Pfizer eiga einnig að mæta í dag.

Hugleiðingar um skólamál á Akureyri og spurningar til Sjálfstæðisflokksins

Inga Huld Sigurðardóttir skrifar
18. september 2025 | kl. 08:30

Hin gáttin

Þórhallur Jónsson skrifar
16. september 2025 | kl. 15:00

Samgöngufélagið Þjóðbraut

Jens Garðar Helgason skrifar
16. september 2025 | kl. 11:20

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00