Fara í efni
Umræðan

19 í einangrun á Norðurlandi eystra

Í gær greindust 286 smitaðir af Covid-19 hérlendis og hafa aldrei verið fleiri á einum degi. Á Norðurlandi eystra eru nú 39 í sóttkví og 19 í einangrun. Enginn liggur á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid. Ekki liggja fyrir tölur fyrir Akureyri og næsta nágrenni.

106 af þeim 286 sem greindust innanlands voru í sóttkví við greiningu – 37%. 180 voru utan sóttkvíar – 63% skv. síðunni Covid.is.

Nú eru 2.023 í einangrun vegna Covid-19 hérlendis en voru 1.817 í gær. 3.028 eru nú í sóttkví, en voru 2.806 í gær. Á vef Landspítalans kemur fram að 12 liggi þar inni vegna Covid-19, þar af tveir á gjörgæslu, annar þeirra í öndunarvél.

Þrátt fyrir að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar sé veikara en Delta-afbriðið er það erfiðara viðfangs að sögn Páls Melsted, prófessors í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og deildarstjóra hjá Íslenskri erfðagreiningu.

„Það er enn þá verra fyrir samfélagið að vera með örlítið veikari veiru sem breiðist út miklu hraðar en eitthvað sem leggst verra á einstaklinginn,“ sagði Páll í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gær.

Hvar á að leggja Blöndulínu 3?

Karl Ingólfsson skrifar
23. apríl 2024 | kl. 18:00

Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar

Skúli Bragi Geirdal skrifar
22. apríl 2024 | kl. 08:20

Hvar hvílir Jónas frá Hrafnagili?

Sunna Vilborg Jónsdóttir skrifar
21. apríl 2024 | kl. 06:00

Boðskapur frá forsetaframbjóðanda

Ásdís Rán skrifar
19. apríl 2024 | kl. 14:00

Stórkostleg upplifun

Haraldur Hauksson skrifar
14. apríl 2024 | kl. 14:30

Þjónusta þjóðkirkju við landsbyggðina

Guðrún Karls Helgudóttir skrifar
12. apríl 2024 | kl. 15:15