Fara í efni
Umræðan

1200 í einangrun – sex liggja á SAk

Í gær greindust 360 Covid smit á Norðurlandi eystra og 2.500 á landinu öllu. Fleiri smit hafa ekki greinst á einum degi hérlendis áður.

Á Akureyri eru um 1.200 manns í einangrun en 1.637 í landshlutanum. Fleiri eru smitaðir á Akureyri en áður í faraldrinum, en svo virðist sem pestin herji ekki á fólk af jafn miklum krafti og í fyrri bylgjum. Þó eru dæmi um töluverð veikindi.

Sex liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk), enginn þó mjög alvarlega veikur. Alls eru um 50 starfsmenn sjúkrahússins af um 700 frá vinnu vegna Covid en spítalinn er þó vel starfhæfur, að sögn Sigurðar E. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga í samtali við Ríkisútvarpið. Allri bráðaþjónustu er sinnt en hluta valkvæðrar þjónustu hefur þurft að sleppa.

Fráleitar hugmyndir við Austursíðu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
29. september 2023 | kl. 09:00

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55