Fara í efni
Umræðan

1200 í einangrun – sex liggja á SAk

Í gær greindust 360 Covid smit á Norðurlandi eystra og 2.500 á landinu öllu. Fleiri smit hafa ekki greinst á einum degi hérlendis áður.

Á Akureyri eru um 1.200 manns í einangrun en 1.637 í landshlutanum. Fleiri eru smitaðir á Akureyri en áður í faraldrinum, en svo virðist sem pestin herji ekki á fólk af jafn miklum krafti og í fyrri bylgjum. Þó eru dæmi um töluverð veikindi.

Sex liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk), enginn þó mjög alvarlega veikur. Alls eru um 50 starfsmenn sjúkrahússins af um 700 frá vinnu vegna Covid en spítalinn er þó vel starfhæfur, að sögn Sigurðar E. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga í samtali við Ríkisútvarpið. Allri bráðaþjónustu er sinnt en hluta valkvæðrar þjónustu hefur þurft að sleppa.

Til varnar séra Friðriki

Jón Oddgeir Guðmundsson skrifar
24. maí 2025 | kl. 16:00

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
23. maí 2025 | kl. 08:30

Tekin verði upp utanríkisstefna ESB

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
22. maí 2025 | kl. 21:30

Sumarið sem kom á óvart

Kristín Helga Schiöth skrifar
22. maí 2025 | kl. 10:30

Að safna bílflökum

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
21. maí 2025 | kl. 09:15

Fundur með eldri borgurum á Akureyri

Sigurjón Þórðarson skrifar
16. maí 2025 | kl. 16:30