Fara í efni
Umræðan

1200 í einangrun – sex liggja á SAk

Í gær greindust 360 Covid smit á Norðurlandi eystra og 2.500 á landinu öllu. Fleiri smit hafa ekki greinst á einum degi hérlendis áður.

Á Akureyri eru um 1.200 manns í einangrun en 1.637 í landshlutanum. Fleiri eru smitaðir á Akureyri en áður í faraldrinum, en svo virðist sem pestin herji ekki á fólk af jafn miklum krafti og í fyrri bylgjum. Þó eru dæmi um töluverð veikindi.

Sex liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk), enginn þó mjög alvarlega veikur. Alls eru um 50 starfsmenn sjúkrahússins af um 700 frá vinnu vegna Covid en spítalinn er þó vel starfhæfur, að sögn Sigurðar E. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga í samtali við Ríkisútvarpið. Allri bráðaþjónustu er sinnt en hluta valkvæðrar þjónustu hefur þurft að sleppa.

Stöndum með Háskólanum á Akureyri

Jón Bjarnason skrifar
15. september 2025 | kl. 22:00

Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn

Heimir Örn Árnason skrifar
13. september 2025 | kl. 12:00

Reynslunni ríkari eftir fjár­hags­leg á­föll síðustu ára

Njáll Trausti Friðbertsson skrifar
09. september 2025 | kl. 08:00

Börnin í Móahverfi sem munu þurfa skutl um allan bæ

Páll Pálsson skrifar
02. september 2025 | kl. 16:30

Er menntakerfið eina vandamálið?

Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
02. september 2025 | kl. 13:15

… og við hvað á fólkið svo að vinna?

Árni Guðmundsson skrifar
01. september 2025 | kl. 11:00