Fara í efni
Umræðan

12 með Covid á SAk, einn í öndunarvél

Tólf liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) með Covid-19. Tveir þeirra eru á gjörgæsludeild, annar í öndunarvél. Sjúkrahúsið er á hættustigi og „mörg rauð flögg til staðar,“ eins og það er orðað á vef sjúkrahússins.

Töluverður fjöldi starfsmanna er fjarverandi vegna veirunnar. Til að bregðast við því og til að tryggja mönnun bráðaþjónustu sjúkrahússins verða áfram takmarkanir á göngudeildaþjónustu og valaðgerðum.

Í ljósi fjölda smita í samfélaginu og mönnunarvanda á sjúkrahúsinu er mikilvægt að halda áfram þeim smitvörnum sem í gangi eru á stofnuninni, að því er segir á vef SAk. Engar breytingar verða því að svo stöddu varðandi takmarkanir á heimsóknum og grímunotkun.

Fráleitar hugmyndir við Austursíðu

Jón Ingi Cæsarsson skrifar
29. september 2023 | kl. 09:00

Rætur Verkmenntaskólans á Akureyri

Bernharð Haraldsson skrifar
24. september 2023 | kl. 22:00

Vanþekking

Eymundur Eymundsson skrifar
22. september 2023 | kl. 09:30

Stofnun kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Björn Snæbjörnsson skrifar
21. september 2023 | kl. 13:00

Sveltur til sameiningar?

Hálfdán Örnólfsson skrifar
21. september 2023 | kl. 12:45

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Gunnar Már Gunnarsson skrifar
19. september 2023 | kl. 15:55