Fara í efni
Pistlar

VG kynnir lista fyrir alþingiskosningarnar

Fimm efstu á lista VG ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra.

Listi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust var samþykktur á fundi kjördæmaráðs á dögunum. Rafrænt forval VG var haldið dagana 13. – 15. febrúar.

Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi VG mun leiða framboðslistann og í öðru sæti er Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður. Í þriðja sæti er Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi VG. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis kveður nú þingið eftir áratuga langa setu. Hann mun skipa heiðurssæti listans.

Listinn í heild verður sem hér segir:

  1. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi VG, Húsavík
  2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði
  3. Jódís Skúladóttir, lögfræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi VG, Múlaþingi
  4. Kári Gautason, sérfræðingur, Reykjavík
  5. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, varabæjarfulltrúi, Akureyri
  6. Helga Margrét Jóhannesdóttir, nemi, Eyjafjarðarsveit
  7. Ingibjörg Þórðardóttir, kennari, Neskaupstað
  8. Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, bóndi og sveitarstjórnarmaður, Öndólfsstöðum
  9. Ásrún Ýr Gestsdóttir, nemi, Akureyri
  10. Einar Gauti Helgason, matreiðslumeistari, Akureyri
  11. Cecil Haraldsson, fv. sóknarprestur, Seyðisfirði
  12. Angantýr Ómar Ásgeirsson, nemi, Akureyri
  13. Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri MAK, Akureyri
  14. Andri Viðar Víglundsson, sjómaður, Ólafsfirði
  15. Katarzyna Maria Cieslukowska, starfsmaður í heimahjúkrun, Húsavík
  16. Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, doktorsnemi, Þórshöfn
  17. Kristján Eldjárn, byggingafræðingur, Svarfaðardal
  18. Anna Czeczko, grunnskólaleiðbeinandi, Djúpavogi
  19. Svavar Pétur Eysteinsson, menningarbóndi, Karlsstöðum
  20. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum

 

Krísuvík

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
18. júlí 2025 | kl. 06:00

Trjávernd

Sigurður Arnarson skrifar
16. júlí 2025 | kl. 10:30

Hvernig væri ásýnd Akureyrar án stóru trjánna?

Rakel Hinriksdóttir skrifar
14. júlí 2025 | kl. 16:30

Ólæst

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
14. júlí 2025 | kl. 11:30

Útí dokk

Jóhann Árelíuz skrifar
13. júlí 2025 | kl. 06:00

Pabbi minn, hvers vegna keyptirðu leigubíl?

Orri Páll Ormarsson skrifar
11. júlí 2025 | kl. 13:00