Fara í efni
Pistlar

Þurfum aðgerðir strax og skýra langtímasýn

„Við þurfum bæði tafarlausar aðgerðir og skýra langtímasýn,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri, í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra sem birtist á akureyri.net í dag.

Í bréfinu fjallar Sunna um vandann sem blasir við á Sjúkrahúsinu á Akureyri og í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi, sem sé flókinn og margþættur. Hún segir að verði ekki gripið inn í nú þegar „stöndum við frammi fyrir því að geta ekki lengur haldið uppi þeirri frábæru þjónustu sem starfsfólk á SAk, [Heilbrigðisstofnun Norðurlands] og Heilsuvernd sinnir.“

Sunna segir dýrara að reka heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. „Því þarf að tryggja aukið fjármagn til SAk ásamt svigrúmi til launahvata og sértækra mönnunarúrræða. Við eigum jafnframt að horfa til þess sem Norðmenn hafa gert, þar sem öflugar fjarlækningar, sérhæfð þjónusta á svæðissjúkrahúsum og markvissir hvatar hafa verið notaðir til að tryggja örugga þjónustu á landsbyggðunum,“ skrifar Sunna.

Hún segir góð skilyrði fyrir því að byggja upp trausta og framsækna heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi. „Starfshópurinn sem nú vinnur að málinu þarf að horfa heildstætt á vandann og leita fjölbreyttra lausna í þverfaglegu samstarfi ráðuneyta og hlutaðeigenda. Þar þurfa sérstaklega að koma að ráðuneyti mennta-, heilbrigðis-, húsnæðis- og byggðamála, því aðeins með slíku samspili náum við varanlegum árangri.“

Opið bréf Sunnu: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu Norðurlandi

Hvenær kemur flugstöðin?

Sverrir Páll skrifar
10. desember 2025 | kl. 17:00

Gráþröstur

Sigurður Arnarson skrifar
10. desember 2025 | kl. 12:30

Þannig týnist tíminn

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
08. desember 2025 | kl. 10:00

Aðventukvíði í rafmagnaðri jólapeysu

Rakel Hinriksdóttir skrifar
07. desember 2025 | kl. 14:00

Segularmböndin

Jóhann Árelíuz skrifar
07. desember 2025 | kl. 06:00

Helstu elritegundir

Sigurður Arnarson skrifar
03. desember 2025 | kl. 09:30