Fara í efni
Pistlar

Stöðugur straumur í Covid-sýnatöku

Hluti raðarinnar fyrir utan sýnatökustöð HSN á Akureyri í morgun. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

Mörg hundruð manns hafa mætt í sýnatöku vegna Covid-19 á Akureyri í morgun. Heilbrigðisstofnun Norðurlands sér um sýnatökuna á starfsstöð við Strandgötu og þar hefur verið löng röð síðan laust fyrir klukkan níu. Allan þann tíma hafa 250 til 300 manns beðið í röð hverju sinni og ekkert lát er á fólki á staðinn.

Fyrir þá sem þekkja svæðið er rétt að geta þess að þegar myndirnar voru teknar um klukkan 11.30 var röðin frá planinu við Strandgötu, út Norðurgötu og niður Gránufélagsgötu, og um tíma í morgun og suður í Grundargötu.

Töluvert hefur verið um smit á Akureyri undanfarna daga, flestir hinna smituðu eru börn á grunnskólaaldri og hefur skólastarf þar af leiðandi raskast, því margir eru í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru nú tæplega 130 manns í einangrun og rúmleg 1250 í sóttkví.

Frystiklefafælni

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
06. nóvember 2025 | kl. 06:00

Ástand lands og landlæsi – Fyrri hluti: Staðan

Sigurður Arnarson skrifar
05. nóvember 2025 | kl. 10:00

Núvitund á mannamáli

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir skrifar
04. nóvember 2025 | kl. 10:00

Á Miðhúsum

Jóhann Árelíuz skrifar
02. nóvember 2025 | kl. 06:00

Losnaði aldrei við höfuðverkinn

Orri Páll Ormarsson skrifar
31. október 2025 | kl. 18:00

Vorboðinn ljúfi

Sigurður Arnarson skrifar
29. október 2025 | kl. 09:30