Fara í efni
Pistlar

Óbólusettri konu sagt upp – gerði dómsátt

Mötuneyti MA og VMA er á heimavistinni við MA. Mynd af vef heimavistarinnar.

Kona sem starfaði í mötuneyti Menntaskólans á Akureyri gerði fyrir helgi dómsátt við rekstraraðila mötuneytisins vegna uppsagnar árið 2021 skv. heimildum Akureyri.net. Konan vildi ekki þiggja bólusetningu við Covid 19 og var sagt upp störfum af þeim sökum.

Í uppsagnarbréfi sagðist rekstraraðili mötuneytisins telja það of áhættusamt að hafa óbólusettan einstakling í vinnu á stað eins og mötuneytinu. 

Konan stefndi fyrirtækinu fyrir dóm og fór fram á skaðabætur og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar, og krafðis þess að fyrirtækinu yrði gert að greiða málskostnað. Í dómsáttinni felst að konan fær greiddar skaðabætur og miskabætur frá sínum gamla vinnustað.

Lögfræðingur sem Akureyri.net ræddi við kvaðst ekki vita til þess að hliðstætt mál væri í ferli í dómskerfinu. Fróðlegt hefði verið að umrætt mál færi lengra svo úrskurður dómara fengist en málinu lýkur við dómsátt.

Nánar um málið síðar

Geðheilsa á vinnustöðum

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
10. október 2024 | kl. 10:00

Hinn fágæti rúmenareynir og ný ættkvísl reynitrjáa

Sigurður Arnarson skrifar
09. október 2024 | kl. 12:00

Fóa og Fóa feykirófa

Pétur Guðjónsson skrifar
08. október 2024 | kl. 16:30

Danstímar

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
07. október 2024 | kl. 11:30

Heljarstökk í lestri

Jóhann Árelíuz skrifar
06. október 2024 | kl. 11:30

Alsæll utan þjónustusvæðis

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
05. október 2024 | kl. 06:00