Fara í efni
Pistlar

Óvenju mannmargt í Grímsey í vetur

Ljósmynd: Karen Nótt Halldórsdóttir.

Óvenju mannmargt hefur verið í Grímsey í haust, en nokkrir Grímseyingar sem alla jafna dvelja í landi á veturna hafa verið í eynni, þar af nokkur börn og unglingar sem hafa verið í fjar- og heimakennslu eins og víða annars staðar.

Í nóvember voru að jafnaði 35 til 40 manns í eynni, þar af sex börn í grunnskóla, þrjú á framhaldsskólaaldri og nokkur í leikskóla. Yfir sumarið dvelja hátt í 100 menns í Grímsey þegar fjöldi strandveiðimanna hefur þar aðsetur.

Ufsaveiði hefur verið afar góð við eyjuna í haust og hafa bæði Björn EA 220 og Þorleifur EA 88 prýtt topp 10 lista vefsíðunnar Aflafrétta síðustu vikur, að því er segir á Grímseyjarsíðunni á vef Akureyrarbæjar.

Bátafloti Grímseyjar hefur stækkað töluvert í ár, en auk þeirra þriggja báta sem höfðu bæst við, komu feðgarnir Magnús Bjarnason og Bjarni Reykjalín nýverið til hafnar með bát (skel 26) sem mun fá nafnið Sæfinnur EA 58.

Annað er helst að frétta úr eynni að í sumar var hafist handa við að koma upp líkamsræktaraðstöðu í félagsheimilinu í Grímsey og er hún nú fullbúin, komin í gagnið og vel nýtt af heimafólki. Fyrir stuttu var lokið við að setja upp grillhýsi við tjaldsvæðið sem mun eflaust nýtast mörgum heimamanninum og ferðalanginum þegar sól tekur að hækka á lofti á ný. Þá var skipt um alla kúpla á götuljósum nýlega.

Eyjaskeggjar hafa verið duglegir við að setja upp jólaljós á íbúðarhúsum og öðrum mannvirkjum sem lýsa nú upp myrkasta skammdegið, en í Grímsey – nyrsta hverfi Akureyrarbæjar – nýtur einungis sólar í rúmar tvær klukkustundir á stysta degi ársins, 21. desember.

Grillhýsið sem nýlokið er við að setja upp við tjaldstæðið í Grímsey og Grímseyjarhöfn á fallegum vetrardegi.

Líkamsræktaraðstaðan sem komið hefur verið upp í félagsheimilinu í Grímsey. Hún er vel nýtt. Ljósmyndir: Karen Nótt Halldórsdóttir.

Helstu elritegundir

Sigurður Arnarson skrifar
03. desember 2025 | kl. 09:30

Veldu þinn takt á aðventunni

Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir skrifar
02. desember 2025 | kl. 06:00

Hversdagshetjur

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
01. desember 2025 | kl. 09:00

Fjalla-Bensi

Jóhann Árelíuz skrifar
30. nóvember 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Aðalstræti 42

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
29. nóvember 2025 | kl. 06:00

Úrillt og ráðvillt trippastóð

Orri Páll Ormarsson skrifar
28. nóvember 2025 | kl. 10:00