Fara í efni
Pistlar

Lengjudeildin: Þórsarar mæta Aftureldingu í dag

Þórsarar fagna fyrsta marki tímabilsins í leiknum gegn Vestra um síðustu helgi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar sækja Aftureldingu heim í dag í annari umferð Lengjudeildar karla, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.

Leikurinn fer þó ekki fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ þar sem Afturelding leikur heimaleiki sína vanalega. Verið er að skipta um gervigras á vellinum og því verður leikið á Framvelli í Úlfarsárdal í staðin.

Bæði liðin unnu leiki sína í fyrstu umferð. Þórsarar unnu góðan 2:1 sigur á Vestra eins og fjallað var um HÉR en Mosfellingar unnu 3:a útisigur gegn Selfyssingum.

Þórsurum mistókst að sigra Aftureldingu í báðum leikjum liðanna á síðasta tímabili. Afturelding vann 4:1 sigur í leik liðanna í Mosfellsbæ í fyrra á meðan liðin gerðu markalaust jafntefli á Þórsvelli.

Leikurinn hefst 19:30 og verður sýndur í beinu streymi á YouTube síðu Lengjudeildarinnar sem nálgast má HÉR

Siggi póstur

Jóhann Árelíuz skrifar
06. júlí 2025 | kl. 06:00

Að baka brauð

Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar
04. júlí 2025 | kl. 06:00

Hús dagsins: Nonnahús (Aðalstræti 54)

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
03. júlí 2025 | kl. 06:00

Skógrækt og fæðuöryggi

Pétur Halldórsson, Úlfur Óskarsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson skrifa
02. júlí 2025 | kl. 09:15

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00