Fara í efni
Pistlar

Balde og Aron Ingi framlengja til 2027

Ibrahima Balde, til vinstri, og Aron Ingi Magnússon eru nú báðir samningsbundnir Þór til hausts 2027. Myndir: Ármann Hinrik
Tveir lykilmanna knattspyrnuliðs Þórs hafa framlengt samning við félagið; Ibrahima Balde og Aron Ingi Magnússon, sem báðir hafa leikið mjög vel í sumar, eru nú samningsbundnir rúmlega tvö ár í viðbót – til hausts 2027.
 
„Ibra gekk í raðir Þórs í vetur og hefur skorað 9 mörk í 13 leikjum fyrir okkar menn í sumar í deild og bikar,“ segir í tilkynningu á samfélagsmiðlum Þórs í dag. Alls hefur Ibra, sem er 29 ára gamall, leikið 67 leiki á Íslandi en hann kom til Þórs frá Vestra þar sem hann lék síðustu tvö ár. Sannkölluð gleðitíðindi enda hefur Ibra fallið vel inn í umhverfið í Þorpinu í sumar.
 
Balde samdi upphaflega aðeins út yfirstandandi leiktíð.
 
Tilkynnt var um nýjan samning Arons Inga á laugardaginn. Þá sagði á miðlum Þórs:
 
  • Aron hefur leikið alla leiki okkar manna í deildinni í sumar og hélt upp á nýjan samning með því að skora eitt mark og leggja upp tvö í 0-5 sigri á Fjölni í gær.
  • Alls hefur hann leikið 95 meistaraflokksleiki fyrir Þór og skorað 15 mörk en hann er 20 ára gamall og hefur leikið 4 landsleiki fyrir U19 ára landslið Íslands.

Fyrsti samningur Kristófer Katós

Kristófer Kató Friðriksson, sem hér er með boltann í úrslitaleik Kjarnafæðisbikarsins við KA í vor, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Þór. Þetta var tilkynnt á samfélagsmiðlum Þórs um helgina. „Þessi 15 ára gamli miðjumaður hefur stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki í vetur og vor,“ segir þar. „Kató er fjölhæfur miðjumaður og spilar einnig reglulega í öftustu línu en hann hefur leikið sex yngri landsleiki fyrir Ísland, þrjá með U15 og þrjá með U16.“

Skógrækt og fæðuöryggi

Pétur Halldórsson, Úlfur Óskarsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson skrifa
02. júlí 2025 | kl. 09:15

Kanínur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
30. júní 2025 | kl. 11:30

Eldhúsdagsumræður

Jóhann Árelíuz skrifar
29. júní 2025 | kl. 06:00

Lýsið frá Tona og Jónda

Orri Páll Ormarsson skrifar
27. júní 2025 | kl. 10:00

„Við erum einu skrefi frá því að sagan endurtaki sig“

Halldóra Margrét Pálsdóttir skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15

„Ég yfirgaf ekki Rússland, Rússland yfirgaf mig“

Sveinn Brimar Jónsson skrifar
26. júní 2025 | kl. 08:15