KA vann, jafnt hjá Þór og stelpurnar töpuðu

Öll Akureyrarliðin þrjú léku í deildarbikarkeppninni í knattspyrnu um helgina. Þór og KV gerðu jafntefli í Boganum á laugardaginn, KA vann Fram á sama stað í gær og Þór/KA mætti Aftureldingu fyrir sunnan í gær, þar sem heimaliðið sigraði.
- Þór - KV 3:3
Harley Willard (21. mín.), Kristófer Kristjánsson (35.) og Sigfús Fannar Gunnarsson (43.) komu Þór í 3:0 en gestirnir minnkuðu muninn á lokaandartökum fyrri hálfleiks. KV gerði svo tvö mörk í seinni hálfleik og jafntefli því niðurstaðan. Þórsarar leika í 2. riðli A-deildar og eru með tvö stig eftir þrjá leiki, höfðu áður tapað fyrir ÍA og gert jafntefli við Stjörnuna.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.
- KA - Fram 1:0
Sveinn Margeir Hauksson gerði eina markið á 79. mínútu, 10 mínútum eftir að hann kom inn á í stað Elfars Árna Aðalsteinssonar. KA er með sjö stig eftir þrjá leiki í 4. riðli A-deildar, hafa unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.
- Afturelding - Þór/KA 2:1
Mosfellingar komust í 2:0 í fyrri hálfleik en Þór/KA minnkaði muninn snemma í þeim seinni, þegar einn heimamanna varð fyrir því óláni að gera sjálfsmark. Leikurinn átti að fara fram í Mosfellsbænum en aðstæður þar voru skrautlegar; töluvert snjóaði og ekki tókst að skafa almennilega af honum þannig að viðureignin var færð inn í Kórinn í Kópavogi. Stelpurnar leika í 2. riðli A-deildar eru með þrjú stig að loknum tveimur leikjum, höfðu áður lagt Keflvíkinga að velli.
Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.


Hvernig væri ásýnd Akureyrar án stóru trjánna?

Ólæst

Útí dokk

Pabbi minn, hvers vegna keyptirðu leigubíl?
