Fara í efni
Pistlar

Hætta heilsueflandi heimsóknum til aldraðra

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur ákveðið að hætta með heilsueflandi heimsóknir til aldraðra og hefur tilkynnt velferðarráði Akureyrarbæjar um þá breytingu. Velferðarráð skorar á framkvæmdastjórn HSN að endurskoða ákvörðunina. 

Fjallað var um bréf HSN til Akureyrarbæjar þar sem tilkynnt er um þessa ákvörðun á fundi velferðarráðs í liðinni viku. Velferðarráð lýsti vonbrigðum með ákvörðun framkvæmdastjórnar HSN að leggja þessa þjónustu niður. Segir í bókun ráðsins að forvarnir séu ein af meginstoðum farsællar fyrsta stigs heilbrigðisþjónustu enda sé slíkt skilgreint í reglugerð og meðal annars kveðið á um að heilsugæsla skuli styðja og styrkja eldri borgara til sjálfshjálpar.

„Þessi ákvörðun gengur gegn því markmiði. Við teljum að heimsóknirnar skipti miklu máli fyrir íbúa sveitarfélagsins og hafi forvarnagildi til framtíðar. Velferðarráð skorar á framkvæmdastjórn HSN að endurskoða þessa ákvörðun,“ segir meðal annars í afgreiðslu ráðsins. Erindi HSN var vísað áfram til umfjöllunar í öldungaráði Akureyrar.

Heilsueflandi heimsóknir hafa verið hluti af verkefnum hjá heilsueflandi mótttökum sem starfrætkar eru á stærri starfsstöðvum HSN. Í ársskýrslu HSN fyrir árið 2024 segir að verið sé að efla heilsueflandi móttökur og þróa þá starfsemi enn frekar, unnið sé að því að samræma verklag. Helstu verkefni heilsueflandi 

Bergfuran við Aðalstræti 44

Sigurður Arnarson skrifar
20. ágúst 2025 | kl. 23:00

Eyrarland, gamla íbúðarhúsið

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
19. ágúst 2025 | kl. 10:00

Strandir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
18. ágúst 2025 | kl. 11:30

Í hita leiksins

Jóhann Árelíuz skrifar
17. ágúst 2025 | kl. 14:00

Steinvalan í öldugangi Öskjuvatns

Rakel Hinriksdóttir skrifar
17. ágúst 2025 | kl. 12:00

Gervisáli

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
16. ágúst 2025 | kl. 18:00