Ný heilsugæslustöð sunnan Kjarnagötu 2?

„Þar sem mikill vilji er hjá Akureyrarbæ að koma þessu verkefni áleiðis að þá höfum við verið að skoða aðra möguleika á staðsetningu og er svæðið við Kjarnagötu hluti af þeirri vinnu,“ segir Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar. Hann segir tímalínu verkefnisins í raun vera „eins fljótt og mögulegt er“.
Málefni nýrrar heilsugæslustöðvar hafa verið í vinnslu í nokkurn tíma. Fyrst var gert ráð fyrir henni í norðvesturhorni tjaldsvæðisreitsins, á horni Þingvallastrætis og Byggðavegar. Tvær tilraunir til útboðs báru ekki árangur og var hætt við þá staðsetningu. Í framhaldinu fór af stað vinna við að skoða hvort koma mætti heilsugæslu fyrir við Þórunnarstræti, í nágrenni við sjúkrahúsið. Framkvæmdasýsla ríkisins fór að auki í markaðskönnun til að kanna hvort mögulega væri til húsnæði sem gæti hentað.

Fylgiskjal með tillögunni sem kynnt var á fundi skipulagsráðs í gær.
Fram á rauðan morgun
Ég sagðist vera hætt að berjast ...
Er langt eftir?
„Við eigum framtíðina – og hún á að vera jöfn“