Fara í efni
Pistlar

Ný heilsugæslustöð sunnan Kjarnagötu 2?

Kassinn sýnir hvar byggingin sjálf er sett inn á teikninguna hjá skipulagsráði, bílastæðin nokkurn veginn þar sem grenndarstöðin og bílastæði eru núna, sunnan við innkeyrsluna að Bónus. Mynd: Þorgeir Baldursson
Skipulagsráð veltir nú fyrir sér þeim möguleika að koma nýrri heilsugæslustöð (suður) fyrir á lóð sunnan við Kjarnagötu 2, milli verslunar Bónus og íbúðarhúsa við Jaðarstún, á skýringamyndum merkt nr. 4.
 
Skipulagsfulltrúa hefur verið falið að hefja vinnu við gerð breytinga á deiliskipulagi svæðisins til samræmis við tillögu sem kynnt var á fundi skipulagsráðs í gær. Sérstök áhersla verður lögð á umferðarflæði.
 
Tillagan sem kynnt var á fundi skipulagsráðs í vikunni er sett fram sem möguleiki á staðsetningu heilsugæslustöðvar ef þær tillögur á staðsetningu sem hafa verið í undirbúningi ganga ekki upp. 
 
 
Skissa að mögulegri staðsetningu nýrrar heilsugæslustöðvar suður við Kjarnagötu 2. Tillaga um þessa staðsetningu var kynnt á fundi skipulagsráðs í gær, sem möguleiki ef þær staðsetningar sem hafa verið til skoðunar ganga ekki upp.

„Þar sem mikill vilji er hjá Akureyrarbæ að koma þessu verkefni áleiðis að þá höfum við verið að skoða aðra möguleika á staðsetningu og er svæðið við Kjarnagötu hluti af þeirri vinnu,“ segir Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar. Hann segir tímalínu verkefnisins í raun vera „eins fljótt og mögulegt er“.

Málefni nýrrar heilsugæslustöðvar hafa verið í vinnslu í nokkurn tíma. Fyrst var gert ráð fyrir henni í norðvesturhorni tjaldsvæðisreitsins, á horni Þingvallastrætis og Byggðavegar. Tvær tilraunir til útboðs báru ekki árangur og var hætt við þá staðsetningu. Í framhaldinu fór af stað vinna við að skoða hvort koma mætti heilsugæslu fyrir við Þórunnarstræti, í nágrenni við sjúkrahúsið. Framkvæmdasýsla ríkisins fór að auki í markaðskönnun til að kanna hvort mögulega væri til húsnæði sem gæti hentað.


Fylgiskjal með tillögunni sem kynnt var á fundi skipulagsráðs í gær. 

Legið í gottinu

Jóhann Árelíuz skrifar
31. ágúst 2025 | kl. 06:00

Björgum heilsunni hið snarasta

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
30. ágúst 2025 | kl. 06:00

Elri. Hjálplegt, gagnlegt og fallegt

Sigurður Arnarson skrifar
27. ágúst 2025 | kl. 08:00

Númer

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
25. ágúst 2025 | kl. 11:30

Sól um hádegisbil

Jóhann Árelíuz skrifar
24. ágúst 2025 | kl. 06:00

Orkuveita heilans

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 11:45