Fara í efni
Pistlar

Fjölmennt og fjörugt á Pollamóti í körfu

Eitt liðanna í Pæjudeildinni á Pollamóti Þórs í körfubolta sem fram fór um helgina. Mynd: Páll Jóhannesson/thorsport.is.

Körfuknattleiksdeild Þórs hélt um helgina sitt árlega Pollamót í körfubolta í Íþróttahöllinni á Akureyri. Kátt var í Höllilnni, segja Þórsarar, en þetta ku vera bæði fjölmennasta og fjörugasta mótið frá upphafi. 

Keppendur hafa aldrei verið fleiri, en í ár mættu jafn mörg lið og í fyrra, eða 31 lið. Keppt var í tveimur aldursskiptum deildum karla og einni deild kvenna. Í Pæjudeildinni (Konur 20+) var það lið Dagsbrúnar sem sigraði. Lið með það skemmtilega nafn Only Hsuman, til heiðurs Wesley Hsu, vann Polladeildina (karlar 25-39 ára) og í Lávarðadeildinni (karlar 40+) voru það Kefboys sem unnu. Þá voru veitt verðlaun fyrir flottustu búningana og þótti liðið Slow Motion Squad þar skara fram úr. Bestu tilþrif mótsins áttu Búgglurnar og Trodd'essu. 

Í frétt körfuknattleiksdeildarinnar á vef Þórs er sagt frá því meðal annars að einn besti erlendi körfuknattleiksmaður sem spilað hefur á Íslandi, Damon Johnson, hafi verið á meðal liðsmanna Kefboys. 

„Það setti skemmtilegan svip á mótið í ár að sjálfur Damon Johnson, einn besti erlendi körfuknattleiksmaður sem spilað hefur á Íslandi, mætti gagngert til landsins til þess að spila með Kefboys á Pollamóti Þórs í körfuknattleik. Einnig var mjög skemmtilegt að heilt lið (Only Hsuman) var búið til í kringum hinn geðþekka bandarísk-taívanska leikmann, Wesley Hsu, sem spilaði áður með Þór Akureyri og seinna Ármanni.“

Frétt á vef Þórs.

Hús dagsins: Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00

Við nennum ekki þessu uppeldi

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. október 2025 | kl. 06:00

Geðheilbrigðisdagurinn 2025

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
10. október 2025 | kl. 06:00

Hin einmana eik eyðimerkurinnar

Sigurður Arnarson skrifar
08. október 2025 | kl. 15:00

Eyrarrokk – Uppáhalds helgin

Ólafur Torfason skrifar
07. október 2025 | kl. 18:00