Fara í efni
Pistlar

Júlíus Orri gengur til liðs við Tindastól

Akureyringurinn Júlíus Orri Ágústsson, sem varð Íslandsmeistari í körfubolta með Stjörnunni á dögunum, hefur samið við Tindastól á Sauðárkróki um að leika með liðinu næstu tvö keppnistímabil. Körfuknattleiksdeild Tindastóls tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í kvöld. 

Júlí­us, sem er 23 ára bakvörður, ólst upp sem körfuboltamaður hjá Þór og steig fyrstu skrefin í meistaraflokki aðeins 14 ára – ótrúlegt en satt. Júlíus hélt vestur um haf til náms árið sem hann varð tvítugur en átti þá þegar að baki 82 leiki með meistaraflokki Þórs og var fyrirliði liðsins. Hann nam og lék körfubolta einn vetur í Bandaríkjunum, sneri þá heim og gekk til liðs við Stjörnuna í Garðabæ þar sem hann leikið þrjá síðustu vetur.

Júlíus segist, í tilkynningu frá Tindastóli, mjög spenntur að ganga til liðs við félagið. „Þetta er metnaðarfullt félag með sterkt lið og ótrúlega öflugan stuðning. Ég hlakka til að taka þátt og leggja mitt af mörkum á komandi tímabili. Áfram Tindastóll!“ segir hann.

Í tilkynningunni segir einnig: Dagur [Þór Baldvinsson] formaður segir það gleðitíðindi að fá þennan unga og efnilega leikmann aftur á Norðurlandið. „Vinna við að manna meistaraflokksliðin er á fullu núna þessi misserin. Við erum spennt fyrir næsta tímabili og vonandi eru stuðningsmenn liðsins það líka“.

Tindastóll hefur ráðið Arnar Guðjónsson sem þjálfara. Hann þjálfaði Stjörnuna tvö fyrstu ár Júlíusar Orra þar á bæ.

Legið í gottinu

Jóhann Árelíuz skrifar
31. ágúst 2025 | kl. 06:00

Björgum heilsunni hið snarasta

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
30. ágúst 2025 | kl. 06:00

Elri. Hjálplegt, gagnlegt og fallegt

Sigurður Arnarson skrifar
27. ágúst 2025 | kl. 08:00

Númer

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
25. ágúst 2025 | kl. 11:30

Sól um hádegisbil

Jóhann Árelíuz skrifar
24. ágúst 2025 | kl. 06:00

Orkuveita heilans

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 11:45