Fara í efni
Pistlar

Landsliðsmenn í körfu með æfingabúðir

Tveir fyrrverandi leikmenn körfuknattleiksliðs Þórs, þeir Tryggvi Snær Hlinason og Júlíus Orri Ágústsson, snúa „heim“ á næstunni, þó ekki til að leika með Þórsliðinu heldur til að þjálfa áhugasama krakka á aldrinum 8-16 ára í körfuboltabúðum í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 17.-19. júlí. Allur ágóði af æfingabúðunum fer til að létta undir með unglingalandsliðsfólki Þórs vegna kostnaðar við æfingar yngri landsliðanna sem allar fara fram á höfuðborgarsvæðinu. 

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Þórs stendur fyrir æfingabúðum á Akureyri dagana 17.-19. júlí þar sem landsliðsmennirnir Ægir Þór Steinarsson og Tryggvi Snær Hlinason munu þjálfa ásamt Íslandsmeistaranum Júlíusi Orra Ágústssyni og úrvalshópi reyndra þjálfara. Í auglýsingu fyrir búðirnar segir að þær séu „tilvaldar fyrir unga leikmenn sem vilja bæta sig, fá innblástur og njóta þess að spila körfubolta í frábæru umhverfi.“ Þar segir einnig að áhersla verði á skemmtilegar æfingar undir stjórn landsliðsmannanna okkar og þeir muni deila af reynslu sinni, leikgleði og lykilatriðum leiksins. „Æfingarnar verða að miklu leyti byggðar upp í gegnum spil og spillíka leiki,“ segir einnig í kynningu. Æfingarnar verða brotnar upp með keppni í ýmsum greinum á laugardaginum og margvísleg verðlaun í boði. 

Þátttakendum er skipt í tvo aldurshópa, 8-11 ára og 12-16 ára. Æft verður einu sinni á dag, tvær klukkustundir í senn. Yngri hópur kl. 10-12 og eldri hópur kl. 12:10-14:10.

„Þetta verða frábærar búðir fyrir unga körfuboltakrakka sem vilja bæta sig, fá hvatningu frá landsliðsmönnum og upplifa skemmtilegar æfingar með jafningjum. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn, þá er þetta staðurinn til að vaxa sem leikmaður og njóta leiksins!“ segir í kynningu fyrir körfuboltabúðirnar. 

Nánari upplýsingar og skráning - sjá hér.

Legið í gottinu

Jóhann Árelíuz skrifar
31. ágúst 2025 | kl. 06:00

Björgum heilsunni hið snarasta

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
30. ágúst 2025 | kl. 06:00

Elri. Hjálplegt, gagnlegt og fallegt

Sigurður Arnarson skrifar
27. ágúst 2025 | kl. 08:00

Númer

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
25. ágúst 2025 | kl. 11:30

Sól um hádegisbil

Jóhann Árelíuz skrifar
24. ágúst 2025 | kl. 06:00

Orkuveita heilans

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
23. ágúst 2025 | kl. 11:45