Fara í efni
Pistlar

Evrópuleikurinn verður í Boganum klukkan 16

Snjór hreinsaður af Greifavelli KA í morgun. Mynd: Skapti Hallgrímsson

UPPFÆRT kl. 14.30 - Leikurinn fer fram í Boganum og hefst klukkan 16.00.

_ _ _

Búið er að ákveða að leikur KA og Paok frá Grikklandi í 2. umferð Evrópudeildar ungmenna í knattspyrnu verði ekki á Greifavelli KA í dag eins og til stóð. Hann átti að hefjast klukkan 14 en nú eru mestar líkur – reyndar nánast öruggt – að leikurinn verði í Boganum kl. 16.

Tvennt er í stöðunni, að sögn Þórodds Hjaltalín starfsmanns Knattspyrnusambands Íslands; að leikið verði á KA-velinum kl. 14 á morgun eða í Boganum kl. 16 í dag, og nánast öruggt að síðarnefndi kosturinn verði fyrir valinu.

Eins og akureyri.net greindi frá í morgun var um 20 sentímetra jafnfallinn snjór á Akureyri í morgun og vinna hófst snemma við að skafa snjó af KA-vellinum. Bjartsýni ríkti um 11 leytið en síðan jókst snjókoman til muna þannig að menn höfðu ekki undan.

  • Frétt akureyri.net í morgun:

Evrópuleikur í dag – 20 cm jafnfallinn snjór

Ég sagðist vera hætt að berjast ...

Urður Bergsdóttir skrifar
24. október 2025 | kl. 15:00

Er langt eftir?

Þórgunnur Oddsdóttir skrifar
24. október 2025 | kl. 15:00

„Við eigum framtíðina – og hún á að vera jöfn“

Arna Jakobína Björnsdóttir skrifar
24. október 2025 | kl. 14:30

„Þú ert svo heppin“

Katla Ósk Káradóttir skrifar
24. október 2025 | kl. 12:00

Líffjölbreytileiki í skógum

Sigurður Arnarson skrifar
22. október 2025 | kl. 20:00

Illkynja geðsjúkdómar

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
22. október 2025 | kl. 13:30