Fara í efni
Pistlar

Frábær mörk í leik KA og ÍA – MYNDBAND

KA-menn fagna Hallgrími Mar Steingrímssyni, lengst til hægri, eftir að hann setti punktinn yfir i-ið í gær með stórkostlegu marki, skoti frá eigin vallarhelmingi! Mynd: Ármann Hinrik

KA vann ÍA 5:1 í Bestu deildinni í knattspyrnu í gær á heimavelli, eins og akureyri.net greindi frá. Áhorfendum var boðið upp á stórglæsileg mörk.

Leikurinn byrjaði með látum. Baldvin Þór Berndsen kom Skagamönnum yfir strax á 7. mínútu „með stórkostlegu marki. Þrumuskot langt utan af velli beint upp í samskeytin. Eitt glæsilegasta mark ársins – en samt bara það næstfallegasta í leiknum!“ skrifaði Valur Sæmundsson í umfjöllun akureyri.net í gær.

Fimmta og síðasta mark leiksins var nefnilega stórbrotið; Hallgrímur Mar Steingrímsson fékk boltann í miðjuhringnum, á eigin vallarhelmingi, sá að markvörður Skagamanna var töluvert langt frá marki sínu og KA-maðurinn hikaði ekki heldur sendi boltann með mögnuðu skoti rakleiðis í netið!

Sjón er sögu ríkari – Smellið á myndinni hér að neðan, skjáskot af Vísi, til að sjá öll mörkin í leikjum gærdagsins í neðri hluta Bestu deildarinnar. Markaveislan á KA-velli hefst þegar 1 mínúta og 12 sekúndur eru liðnar.

Rámur kálfur í túnjaðri

Jóhann Árelíuz skrifar
19. október 2025 | kl. 06:00

Jävla Öxnabrekkan

Orri Páll Ormarsson skrifar
17. október 2025 | kl. 12:00

Skáldið Jónas Þorbjarnarson (1960-2012)

Arnar Már Arngrímsson skrifar
16. október 2025 | kl. 08:30

Vatnsskaði – Um áhrif flóða og vatnsmettunar jarðvegs á tré

Sigurður Arnarson skrifar
15. október 2025 | kl. 10:00

Hús dagsins: Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00