Fara í efni
Pistlar

Ekki forsendur fyrir skólahaldi í Grímsey

Byggðin í Grímsey. Ljósmynd: Friðþjófur Helgason.
Bæjarráð Akureyrarbæjar kvað upp úr með það á fundi sínum í gær að ekki væru forsendur til að hefja skólahald í Grímsey á vorönn 2024. Þó er vilji til að koma til móts við foreldra með auknum sveigjanleika til náms með stuðningi frá skóla barns í allt að þrjár vikur á önn.
 
Fræðslu- og lýðheilsuráð hafði áður samþykkt fyrir sitt leyti að endurvekja skólahald í Grímsey á vorönn 2024, að því gefnu að þrír nemendur ætluðu að hefja þar skólagöngu. Staðan yrði endurmetin í maí 2024. Niðurstaða bæjarráðs er hins vegar að upplýsingaöflun hafi leitt í ljós að ekki séu forsendur til skólahalds í Grímsey.
 
Í bókun bæjarráðs kemur fram að ráðið leggi áherslu á samfellda skólagöngu barna og greiðan aðgang að frístundastarfi í samræmi við barnalög nr. 76/2003 og því sé réttast að barn gangi aðeins í einn skóla, þar sem aðgangur að frístundastarfi er góður. Þó ríki skilningur á aðstæðum fjölskyldna þar sem annað foreldri stundar sína atvinnu að stórum hluta í Grímsey og að vilji sé til að koma til móts við foreldra barna sem eiga búsetu í Grímsey með auknum sveigjanleika til náms með stuðningi frá skóla barns, í allt að þrjár vikur á önn.
 
Bæjarráð felur sviðsstjóra fræðslu- og lýðheilsusviðs að skapa þá umgjörð í samstarfi við skóla barnanna og kynna hana foreldrum.

Um þróun stafafuru

Sigurður Arnarson skrifar
24. apríl 2024 | kl. 09:15

Kanínuholan sem ekki er hægt að klípa sig frá

Rakel Hinriksdóttir skrifar
24. apríl 2024 | kl. 06:00

Heklupeysur

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
22. apríl 2024 | kl. 11:00

Fiðrildahrif

Svavar Alfreð Jónsson skrifar
21. apríl 2024 | kl. 11:00

Hvað hét kona Goebbels?

Orri Páll Ormarsson skrifar
19. apríl 2024 | kl. 06:00

Hús dagsins: Spítalavegur 9

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
18. apríl 2024 | kl. 08:00