Fara í efni
Pistlar

Einn sjúklingur er nú á Covid-legudeild SAk

Einn sjúklingur er nú á Covid-legudeild SAk

Einn sjúklingur er nú á Covid-legudeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk), sá fyrsti í þessari bylgju faraldursins. Sjúklingurinn sem um ræðir er ekki alvarlega veikur.

Stofnunin er þar með komin af óvissustigi yfir á hættustig skv. viðbragðsáætlun. 

„Það er hluti af okkur viðbragðsáætlun að þegar fyrsti Covid-sjúklingurinn leggst inn förum við sjálfkrafa af óvissustigi yfir á hættustig. Það þýðir að við þurfum að taka frá mannskap til að sinna þessu sérstaklega og þurfum að huga sérstaklega að annarri starfsemi, til dæmis hvort eitthvað megi bíða,“ sagði Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri við Akureyri.net í morgun.

„Þótt langsamlega mest hafið verið fjallað um innlagnir á Landspítalannn hefur þetta áhrif á allar heilbrigðisstofnanir. Við erum öll í þessu saman og hjálpumst að. Reynum að gera það sem við getum til að létta á Landspítalanum.“

Fram kom í gær að gjörgæsludeild Landspítalans væri  „sprungin“ og sjúklingar fluttir til Akureyrar. Sigurður sagði að þegar væri einn kominn að sunnan á gjörgæsludeild SAk og þeir yrðu hugsanlega fleiri. Það segði sig sjálft að þegar formlega væru 10 gjörgæslupláss á Landspítalanum og inniliggjandi átta Covid-sjúklingar á deildinni, væri staðan ekki auðveld. „Þótt allir vilji ekki sjá það þá er Covid ekki venjulega flensa – þetta er fullorðins!“

Hvers vegna er streita að aukast?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. desember 2022 | kl. 21:00

Hver er munurinn á streitu og kulnun?

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
04. desember 2022 | kl. 19:00

Úkraínski jólasöngurinn sem sigraði heiminn

Lesia Moskelenko skrifar
04. desember 2022 | kl. 16:30

Drengurinn með ljáinn

Sverrir Páll skrifar
29. nóvember 2022 | kl. 17:30

Ljósaganga og kynbundið ofbeldi

Auður H. Ingólfsdóttir skrifar
25. nóvember 2022 | kl. 06:00

Lífstíðareign

Arnar Már Arngrímsson skrifar
24. nóvember 2022 | kl. 09:30