Fara í efni
Pistlar

Bólusett í þessari viku á slökkvistöðinni

Bólusetning á slökkvistöðinni á Akureyri. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands fær 720 skammta af bóluefni frá Pfizer gegn Covid-19 í þessari viku. Þá verða þeir bólusettir öðru sinni sem fengu fyrri skammtinn 2.-5. mars en í þeim hópi eru m.a. þeir sem eru 80 ára og eldri.

Í næstu viku er gert ráð fyrir að hópur sem bólusettur var dagana 9.-11. mars fá seinni skammtinn og haldið verður áfram að bólusetja 70 til 79 ára. Stefnt er að því að klára að bólusetja árganga 1944 og 1945 og helst að byrja að bólusetja árgang 1946. Dagana 6.-9. apríl standa vonir til að halda áfram með að bólusetja, amk. árganga 1946, 1947 og 1948.

Á Akureyri fer seinni bólusetning fram á slökkvistöðinni. Fólk verður boðað með sms skilaboðum þar sem tími og staðsetning kemur fram. Þeir sem hafa ekki farsíma og fá því ekki boð með sms eru beðnir um að mæta í seinni bólusetninguna á slökkvistöðina á morgun, 23. mars, milli klukkan 13.00 og 15.00.

Hvernig væri ásýnd Akureyrar án stóru trjánna?

Rakel Hinriksdóttir skrifar
14. júlí 2025 | kl. 16:30

Ólæst

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
14. júlí 2025 | kl. 11:30

Útí dokk

Jóhann Árelíuz skrifar
13. júlí 2025 | kl. 06:00

Pabbi minn, hvers vegna keyptirðu leigubíl?

Orri Páll Ormarsson skrifar
11. júlí 2025 | kl. 13:00

Stari

Sigurður Arnarson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 09:45

Hús dagsins: Smíðahúsið á Skipalóni

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
09. júlí 2025 | kl. 06:00