Fara í efni
Pistlar

Hetjurnar fengu milljón frá píludeild Þórs

Forráðamenn píludeildar Þórs færðu Hetjunum – félagi langveikra barna á Norðurlandi, eina milljón króna að gjöf á dögunum. Féð safnaðist í góðgerðarleik sem deildin bryddaði upp á í vetur á Opna Akureyrarmótinu í Sjallanum, Sjally Pally

Góðgerðarleikur gekk þannig fyrir sig að í hvert skipti sem einhver náði hæsti skori, 180, söfnuðust 5.000 krónur. Það voru fjögur fyrirtæki, sem Þórsarar sömdu við, sem greiddu í pottinn: Skógarböðin, Höldur, Eyjabiti og Coca-Cola.

Alls náðu keppendur 116  sinnum hæsta skori og eins og glöggir átta sig á hefðu Hetjurnar átt að fá 580.000 krónur miðað við það, „en fyrirtækin sýndu einstakan samhug og ákváðu sameiginlega að hækka styrkinn í eina milljón króna, sem í heild sinni rann til Hetjanna – félags langveikra barna á Norðurlandi,“ segir Davíð Örn Oddsson píludeildar Þórs.

„Góðgerðarleikurinn reyndist frábær viðbót við SjallyPally og skapaði skemmtilega og samhenta stemningu meðal gesta og þátttakenda. Ljóst er að þessi nýja hefð er komin til að vera,“ segir Davíð Örn. „Við viljum koma á framfæri einlægum þökkum til styrktaraðila fyrir rausnarlegt framlag og samhug í verki. Samfélagsábyrgð, samvinna og gleði eru burðarstoðir SjallyPally – og þetta er skýr sönnun þess að saman gerum við gott enn betra,“ segir formaðurinn.

Þessi þjóð er farin í hundana

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
26. júlí 2025 | kl. 06:00

Reikningur vegna látins manns

Orri Páll Ormarsson skrifar
25. júlí 2025 | kl. 09:00

Sýprus

Sigurður Arnarson skrifar
23. júlí 2025 | kl. 09:00

Brilljantín

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
21. júlí 2025 | kl. 11:30

Garðsvík; gamla íbúðarhúsið

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
20. júlí 2025 | kl. 13:00

Uppgrip í Vaglaskógi

Jóhann Árelíuz skrifar
20. júlí 2025 | kl. 11:30