Fara í efni
Pistlar

Árshátíð MA loks endanlega aflýst

Nemendur MA í þjóðbúningum á árshátíð skólans. Mynd af vef MA.
Nemendur MA í þjóðbúningum á árshátíð skólans. Mynd af vef MA.

Árshátíð Menntaskólans á Akureyri, sem jafnan er haldin sem næst fullveldisdeginum, 1. desember, hefur loks verið aflýst. „Við höfum nú í heilt skólaár reynt að skipuleggja okkar ástkæru árshátíð í mörgum útfærslum en höfum nú ákveðið að leggja árshátíðina niður í ár vegna aðstæðna í samfélaginu. Okkur þykir þetta mjög leitt en viljum þakka ykkur fyrir stuðninginn og þátttökuna þetta skólaárið á öllum viðburðum,“ sagði í tilkynningu frá stjórn skólafélagsins Hugins til nemenda í vikunni.

„Árshátíð MA hefur til afar langs tíma verið stærsti viðburðurinn í félagslífi nemenda. Nánast allir nemendur og stór hópur starfsfólks hefur sótt árshátíðina og mikill metnaður verið lagður í skreytingar, skemmtiatriði og allan undirbúning,“ segir í frétt sem aðstoðarskólameistari skrifaði um málið á heimasíðu skólans í dag. „Nemendur í þriðja bekk hafa mætt í þjóðbúningum og sett mikinn svip á hátíðina. En COVID setur strik í reikninginn eins og svo víða; árshátíðinni sem hefur verið haldin sem næst fullveldisdeginum 1. desember var frestað til 16. apríl, en í ljósi síðustu breytinga á sóttvarnarreglum ákvað skólafélagið að aflýsa henni. Vonandi verður hún á sínum stað á næsta skólaári og yngri bekkingar geta látið sig hlakka til,“ skrifar Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir.

Seigla er orð ársins

Hildur Eir Bolladóttir skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 11:50

Að nota fjölmiðla eða vera notaður af þeim?

Sigurður Kristinsson skrifar
13. nóvember 2020 | kl. 12:00

Að þegja er eiginleiki sem hvarf

Jón Óðinn Waage skrifar
08. desember 2020 | kl. 07:00

Framtakssemin og einkaframtakið

Jóna Jónsdóttir skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00

Akureyringar tala dönsku á sunnudögum

Tryggvi Gíslason skrifar
15. nóvember 2020 | kl. 10:00

Sú mikla kúnst að æsa fólk upp

Jón Óðinn Waage skrifar
18. nóvember 2020 | kl. 08:00