Fara í efni
Pistlar

Andrésar andar leikarnir verða í næstu viku

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Andrésar andar leikarnir hafa verið færðir aftur á upprunalega dagsetningu og verða í næstu viku, dagana 21. til 24. apríl. Framkvæmdanefnd leikanna tilkynnti þetta í gærkvöldi, en áður hafði þeim verið seinkað um þrjár vikur vegna sóttvarnarreglna.

Í tilkynningu segir að fyrir viku hafi nefndin talið mjög ólíklegt að sóttvarnarreglur mundu breytast með þeim hætti sem þær gerðu í vikunni. „Nú þegar þessi gluggi í síbreytilegu umhverfi sóttavarnarreglna hefur opnast þá finnst okkur skynsamlegt að halda leikana á upprunalegri dagsetningu, í stað þess að bíða í þrjár vikur og vita ekki í hvaða umhverfi við verðum með sóttvarnartakmarkanir þá.“

Tekið er fram að sóttvarnarreglur setji framkvæmdanefndinni þröngar skorður varðandi ýmsilegt, t.d. foreldra og aðra áhorfendur, húsnæði í fjallinu. Engin dagskrá verður í bænum að þessu sinni og verðlaunaafhendingar í Hlíðarfjalli að lokinni keppni í hverjum flokki.

„Foreldrar og aðstandendur í Hlíðarfjalli bera ábyrgð á því að fylgja gildandi reglum er varða samkomutakmarknir á svæðinu,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdanefndinni. „Við vonumst svo sannarlega til að þetta hafi ekki áhrif á þátttöku keppenda og að allir geti tekið þátt í leikunum sem skráðir voru. Sjáumst í Hlíðarfjalli með bros á vör!“

Blásitkagreni

Sigurður Arnarson skrifar
17. september 2025 | kl. 08:30

Reykt

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. september 2025 | kl. 11:30

Meistari málsins

Skapti Hallgrímsson skrifar
14. september 2025 | kl. 21:30

Sveitasæla

Jóhann Árelíuz skrifar
14. september 2025 | kl. 06:00

Ekki ganga af göflunum

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
13. september 2025 | kl. 06:00

Svartþröstur

Sigurður Arnarson skrifar
10. september 2025 | kl. 09:15