Fara í efni
Pistlar

Akureyrarbær fjölgar loftgæðamælum

Loftgæðamælirinn við Strandgötu, gegnt menningarhúsinu Hofi. Mynd: RH

Akureyrarbær hefur sett upp nokkra færanlega loftgæðamæla, sem staðsettir eru við leikskóla í bænum en einn er þó við Hof. Þessir mælar hafi verið alllengi til staðar en mælingar þeirra eru nýlega orðnar sjáanlegar á loftgæðavefnum.

„Við vildum ekki láta birta niðurstöður mælinga fyrr en búið væri að keyra þá í töluverðan tíma til að sannreyna þá,“ segir Jón Birgir Gunnlaugsson, verkefnastjóri umhverfismála hjá Akureyrarbæ. Aðspurður um hvort þessir mælar hafi orðið til þess að leikskólabörnum hafi verið haldið inni oftar en áður segir Jón Birgir að það hafi komið fyrir í einhverjum tilvikum. Að sögn Jóns Birgis eru ekki uppi áform um fjölga mælum í bænum enn frekar.

Mælarnir tveir við Hof sýna ólíka niðurstöðu. Mynd: skjáskot af loftgaedi.is

Þessir færanlegu mælar eru hins vegar ekki eins nákvæmir og sá mælir sem lengi hefur verið við Hof. Eins og áður segir er einn þeirra staðsettur við Hof og á loftgæðavefnum má sjá að tölurnar eru dálítið mismunandi, þó að mælarnir séu á sama stað. Færanlegi mælirinn sýnir t.d. núna að morgni 18. júlí margfalt meira gróft svifryk en stóri mælirinn.

Hlynur Árnason, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfis- og Orkustofnun, segir að stóri mælirinn við Hof sé sá eini þessara mæla sem er nákvæmnismælir. Litlu færanlegu mælarnir hafi tilhneigingu til að ofáætla magn mengunarefna en þeir veiti hins vegar ágætar upplýsingar um þróun og breytingar á mengun yfir tímabil.

Það hefur einnig vakið athygli að á vefsíðu Akureyrarbæjar eru loftgæði sögð vera mjög góð, þó að mælarnir á loftgæðavefnum séu meira og minna eldrauðir. Jón Birgir Gunnlaugsson segir að verið sé að skoða af hverju þetta stafar en líklegt má telja að það sé stóri mælirinn sem ráði þarna för. Eins og er þá sýnir hann lág mengunargildi.

Bergfuran við Aðalstræti 44

Sigurður Arnarson skrifar
20. ágúst 2025 | kl. 23:00

Eyrarland, gamla íbúðarhúsið

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
19. ágúst 2025 | kl. 10:00

Strandir

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
18. ágúst 2025 | kl. 11:30

Í hita leiksins

Jóhann Árelíuz skrifar
17. ágúst 2025 | kl. 14:00

Steinvalan í öldugangi Öskjuvatns

Rakel Hinriksdóttir skrifar
17. ágúst 2025 | kl. 12:00

Gervisáli

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
16. ágúst 2025 | kl. 18:00