Fara í efni
Pistlar

20 greindust í dag, þar af 14 grunnskólabörn

Að minnsta kosti 20 manns greindust smitaðir af kórónuveirunni á Akureyri í dag, þar af 14 á grunnskólaaldri. Síðustu tvo daga hafa rúmlega 300 manns verið í sóttkví. Þetta kemur fram á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

„Hvetjum við alla áfram til að huga vel að sinni stöðu og að forðast hópamyndanir, þá sérstaklega unga fólkið, sem virðist hvað mest vera að smitast þessa dagana,“ segir lögreglan. „Þá hvetjum við alla sem eru í forsvari fyrir einhverskonar félagasamtök og íþróttafélög að íhuga það alvarlega að slá viðburðum og æfingum á frest á meðan við í sameiningu náum vopnum okkar aftur í baráttunni við Covid.“

Lögreglan hvetur fólk til að skrá sig í sýnatöku á heilsuveira.is ef það finnur til einhverra einkenna. Sýnataka fer fram í Strandgötu 31 frá klukkan 9 til 11 alla daga vikunnar.

Hús dagsins: Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar
13. október 2025 | kl. 06:00

Álfar og huldufólk

Jóhann Árelíuz skrifar
12. október 2025 | kl. 13:00

Við nennum ekki þessu uppeldi

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
11. október 2025 | kl. 06:00

Geðheilbrigðisdagurinn 2025

Ólafur Þór Ævarsson skrifar
10. október 2025 | kl. 06:00

Hin einmana eik eyðimerkurinnar

Sigurður Arnarson skrifar
08. október 2025 | kl. 15:00

Eyrarrokk – Uppáhalds helgin

Ólafur Torfason skrifar
07. október 2025 | kl. 18:00