Fara í efni
Mannlíf

Sjáðu jóladagatöl fyrri ára á Akureyri.net

Jóladagatal Akureyri.net í ár vakti mikla lukku ef marka má viðbrögð lesenda. Að þessu sinni rifjaði fólk upp minningar tengdar jólum og þar kenndi margra grasa. Með því að smella hér er hægt að sjá allar þær greinar.

Lesendum Akureyri.net hefur fjölgað gríðarlega síðustu misseri, tugir þúsunda heimsækja nú vefinn í hverjum mánuði en voru eðlilega mun færri framan af. Margir sáu því sennilega aldrei jóladagatöl fyrri ára og því vert að benda á þau svo fólk geti skoðað sér til gamans.

2020 – JÓLAHALD ERLENDIS

Akureyri.net fór í loftið á vegum nýrra eigenda í nóvember árið 2020. Í desember það ár birtist ekki eiginlegt jóladagatal, en Akureyringar búsettir erlendis skrifuðu um jólahaldið þar, þar á meðal Sigurður heitinn Guðmundsson athafnamaður sem búsettur var í Sambíu. Einnig sendu pistil mexíkósku fótboltakonurnar Stephany Mayor og Bianca Sierra, sem léku á sínum tíma með Þór/KA. Smellið á nöfnin til að lesa.

Hildur og Hermann í Brüssel

Bjarki og Elín í Boston

Arnór Þór og Jovana Lilja í Haan

Bianca og Stephany í Mexíkó

Lára Magnúsdóttir í Kaliforníu

Svanfríður Birgisdóttir í Örebro

Katrín Frímannsdóttir á sléttunni miklu

Sigurður Guðmundsson í Sambíu

Gunnar Gíslason í Svíþjóð

Valhildur Jónasdóttir Anderson í Ástralíu
_ _ _

2021 – FRÓÐLEIKSMOLAR FRÁ MINJASAFNINU

Í desember 2021 var jóladagatal Akureyri.net í 24 hlutum, eins og verið hefur síðan. Einn gluggi var opnaður á dag frá 1. til 24. desember. Það ár leyndist skemmtilegur fróðleiksmeili frá Minjasafninu á Akureyri í hverjum glugga.

Smellið hér til að opna alla 24 gluggana
_ _ _

2022 – UPPÁHALDS JÓLALÖGIN

Í fyrra voru 24 valinkunnir Akureyringar fengnir til að segja frá uppáhalds jólalaginu sínu. Margir nefndu reyndar fleiri en eitt sem er skiljanlegt, því fallegu lögin eru svo mörg. Svo skemmtilega vildi til að ekki var mikið um að fólk nefndi sömu lög og aðrir.

Smellið hér til að opna glugga hvers eins og eins á dagatalinu.

Smellið hér til að sjá lista yfir á sjöunda tug jólalaga sem viðmælendur Akureyri.net nefndu.

  • ATHUGIÐ – Tengill er á hvert lag þannig að hægt er að hlusta.