Íþróttir
Sandra María Jessen 10 ára markaskorari
30.08.2025 kl. 18:00

Mynd: Skapti Hallgrímsson
GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – 94
Sandra María Jessen, landsliðskona í knattspyrnu og fyrirliði Þórs/KA, gekk í vikunni til liðs við þýska fyrstu deildar félagið 1. FC Köln eins og akureyri.net greindi frá í gær, föstudag. Sandra var ekki há í loftinu þegar mörgum varð ljóst hve hæfileikarík hún var á knattspyrnuferlinum, hún var lykilmaður í öllum yngri flokkum Þórs og varð fastamaður í meistaraflokksliði Þórs/KA 16 ára.
- Á meðfylgjandi mynd fagnar Sandra María marki sem hún skoraði á Króksmótinu á Sauðárkróki sumarið 2005. Þarna var hún 10 ára og lék með 5. flokki Þórs.
Fréttir akureyri.net um vistaskipti Söndru Maríu frá Þór/KA til 1. FC Köln í Þýskalandi:
Sandra semur við 1. FC Köln í Þýskalandi
Spennt og mjög stolt að fá þetta tækifæri
Sandra María á að baki alls 267 skráða leiki með meistaraflokki Þórs/KA skv. vef KSÍ. Hér eru nokkur dæmi um tölfræði á ferli hennar:
- Íslandsmót: 190 leikir – 121 mark
- Bikarkeppni: 24 leikir – 15 mörk
- Evrópukeppni: 8 leikir – 1 mark
- A-landslið: 57 leikir - 7 mörk