Íþróttir
Þekkja lesendur þessa ungu sundmenn?
GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – 105
Þekkja lesendur þessa ungu sundmenn? Merki Íþróttafélagsins Þórs prýðir sundbol stúlkunnar, sem er önnur frá hægri í aftari röðinni; bæði Þór og KA héldu úti sunddeildum á árum áður og fróðlegt væri að vita hvort þetta séu allt Þórsarar, eins og einn aldraður viðmælandi akureyri.net telur. Vinsamlega sendið nöfn og aðrar upplýsingar á netfangið skapti@akureyri.net