Fara í efni
Pistlar

Meðhöndlun Alzheimer sjúkdóms

Fræðsla til forvarna - V

Alzheimer dagurinn 21. september

Engin sérhæf meðferð er til í dag sem kemur í veg fyrir sjúkdóminn eða heftir framgang hans en vonir standa til að í framtíðinni takist að framleiða bóluefni gegn sjúkdómnum eða að hanna hátæknilyf sem stöðva frumuskemmdirnar. En til þess að þetta geti orðið þarf nákvæmari þekkingu á orsökum og erfðum sjúkdómsins en við höfum í dag.

Mikilvægt er að greina einkenni heilabilunar snemma í ferlinu því til eru sjúkdómar sem líkjast Alzheimer en eru læknanlegir. Einnig eru ýmsir fylgikvillar snemma í ferlinu sem meðhöndla má með ágætum árangri. Dæmi um slíkt er þunglyndi. Þekking, fræðsla og stuðningur við aðstandendur er mikilvægur hluti meðferðarinnar og þetta er einmitt þema Alzheimerdagsins í ár .

Oft eru notuð minnislyf sem virka á efnaskipti taugafrumanna og geta ef vel tekst til dregið úr hraða hrörnunarinnar sem liggur að baki sjúkdómsins og þannig seinkað minnistapinu.

Stundum gleymist að góð samskipti eru styrking fyrir heilann og þau samskipti, þjálfun og endurhæfing sem fram fer á heimilum, í dagvistunum og á hjúkrunarheimilum hefur sterk og góð áhrif og getur bæði dregið úr einkennum og bætt líðan.

Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir. Þetta er fjórða og síðasta grein hans um Alzheimer sjúkdóminn í tilefni þess að Alzheimerdagurinn er í dag.

Blásitkagreni

Sigurður Arnarson skrifar
17. september 2025 | kl. 08:30

Reykt

Sigmundur Ernir Rúnarsson skrifar
15. september 2025 | kl. 11:30

Meistari málsins

Skapti Hallgrímsson skrifar
14. september 2025 | kl. 21:30

Sveitasæla

Jóhann Árelíuz skrifar
14. september 2025 | kl. 06:00

Ekki ganga af göflunum

Stefán Þór Sæmundsson skrifar
13. september 2025 | kl. 06:00

Svartþröstur

Sigurður Arnarson skrifar
10. september 2025 | kl. 09:15