Fara í efni
Pistlar

Jólin í eldgamla daga – París Hólm

JÓLIN Í ELDGAMLA DAGAParís Hólm Jónsdóttir,10. bekk Lundarskóla skrifar


Ég tók viðtal við mömmu mína Lilju Hólm, hún fæddist árið 1985. Hún sagði að þegar hún var lítil fannst henni jólin skemmtilegasti parturinn af árinu. Í desember horfðu þau alltaf á jóladagatalið á RÚV fyrir kvöldmat. Svo fannst þeim alltaf gaman að horfa á jólabólu á vídeóspólu. Fjölskyldan fór alltaf saman í Kjarnaskóg að kaupa jólatré. Krakkar fóru mikið út á sleða og renndu sér mikið í litlu brekkunum þar sem tjaldsvæðið var og líka í jólasveinabrekkunni. Þegar þau voru búin að borða kvöldmat á aðfangadagskvöldi fengu krakkarnir alltaf að opna einn lítinn pakka, svo þurftu þau að ganga frá matnum og gefa foreldrunum sínum konfekt og kaffi. Svo löbbuðu þau yfir í næstu götu til ömmu sinnar og afa. Þar var kaffiboð með jólaís og smákökum. Allir áttu að bíta í kökuna sína og ein kakan myndi vera með miða og hann myndi fá vinning. Mömmu fannst kökurnar ekki sérstakar á bragðið þannig að hún braut þær í sundur og gaf hundinum sínum þær undir borði.

Það var ekki mikið af jólahefðum en þau fóru alltaf í laufabrauð hjá ömmu sinni og jólatréð var alltaf skreytt á Þorláksmessukvöldi með jólatónlist á plötuspilaranum. Það var alltaf hangikjöt heima í hádeginu á jóladag og um kvöldið hjá ömmu og afa. Svo var alltaf hamborgarhryggur á aðfangadagskvöld og þau fengu að opna einn lítinn pakka beint eftir mat sem við fáum líka að gera nú til dags.

Í dag eru jólin ekki mikið öðruvísi, segir hún, en frá því hún var lítil, fyrir utan það að hún þarf að kaupa allar jólagjafir sjálf. Þegar hún var lítil fannst henni alltaf gaman og var spenntust fyrir gjöfunum og að fá hangikjöt. Í dag skipta jólagjafir engu máli heldur eru þær bara að njóta tímans með fólkinu sínu og hafa það kósý. Henni finnst skemmtilegast að sjá hvað við erum spenntar fyrir pökkunum, matnum og njóta tímans saman.

Jólahefðirnar mínar – Andrea Pála

26. desember 2025 | kl. 15:00

Jólahefðirnar mínar – Björn Elvar

26. desember 2025 | kl. 15:00

Jólin í eldgamla daga – Magni Rafn

26. desember 2025 | kl. 15:00

Litasjónvarp, gelgjubókmenntir og ægileg hlussa

Orri Páll Ormarsson skrifar
26. desember 2025 | kl. 14:00

Jólahefðirnar mínar – Brynja Dís

25. desember 2025 | kl. 06:30

Jólin í eldgamla daga – Anna Lilja

25. desember 2025 | kl. 06:30