Fara í efni
Minningargreinar

Haukur Jóhannsson

Kveðja frá Knattspyrnufélagi Akureyrar

Látinn er góður KA félagi, Haukur Jóhannsson, eftir erfið veikindi.

Haukur var mikill íþróttamaður og lék knattspyrnu bæði með ÍBA og KA.

Afrek Hauks voru þó aðallega á skíðum þar sem hann vann á annan tug titla. Hann varð margfaldur Íslandsmeisari, keppti tvisvar á heimsmeistaramóti og á einum Ólympíuleikum.

Haukur var afskaplega ljúfur og þægilegur í viðmóti. Hann var glaðlyndur, hlýr og skemmtilegur og stutt í brosið og hláturinn. Haukur var mikið snyrtimenni og allt sem hann gerði var mjög vel gert og unnið af nákvæmni og natni.

Haukur var mikill KA maður. Hann stundaði Kjallaraklúbb KA með félögum sínum og lék með Old Boys í sunnudagsfótboltanum. Hann bar hag félagsins mjög fyrir brjósti og var alltaf tilbúinn að vinna fyrir félagið sitt við ýmis verk þegar á þurfti að halda.

Genginn er góður og traustur félagi.

Er sárasta sorg okkur mætir,
og söknuður huga vorn grætir,
þá líður sem leiftur úr skýjum,
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(HJH)

Knattspyrnufélag Akureyrar minnist Hauks með þakklæti og vottar Ragnheiði Haraldsdóttur, eftirlifandi eiginkonu hans, börnum þeirra og öðrum ástvinum innilega samúð.

Haukur Jóhannsson

Gulló, Möggurnar þrjár, Tommi, Siggi og Geiri skrifa
23. janúar 2026 | kl. 10:00

Haukur Jóhannsson

Árni Óðinsson skrifar
23. janúar 2026 | kl. 06:00

Haukur Jóhannsson

Tómas Lárus Vilbergsson skrifar
23. janúar 2026 | kl. 06:00

Haukur Jóhannsson

Skíðafélag Akureyrar skrifar
23. janúar 2026 | kl. 06:00

Haukur Jóhannsson – lífshlaupið

23. janúar 2026 | kl. 05:50

Jóhannes Sigurjónsson

Sigfús Ólafur Helgason skrifar
16. janúar 2026 | kl. 06:00