Golfkappar – fjórir Akureyrarmeistarar

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – 87
Upp er runninn fjórði og síðasti keppnisdagur á Akureyrarmótinu í golfi og þess vegna tilvalið að gamla íþróttamyndin að þessu sinni sé af kylfingum eftir mót að Jaðri. Nöfnin verða ekki gefin upp strax en skorað er á fólk að skoða myndina og senda ábendingar á netfangið skapti@akureyri.net
Nöfnin verða vitaskuld birt en forvitnir verða að bíða þar til í kvöld eða á morgun. Svo skemmtilega vill til að fjórir á myndinni hafa orðið klúbbmeistarar GA í meistaraflokki – Akureyrarmeistarar í golfi. Einn þeirra tekur þátt í Akureyrarmótinu að þessu sinni, þó ekki í meistaraflokki, sonur eins þeirra lauk leik í gær og ekki er ólíklegt að afastelpa eins kylfinganna á myndinni feti í fótspor föður síns og afa og verði Akureyrarmeistari í dag í fyrsta skipti ...