Fara í efni
Minningargreinar

Dagbjört Pálsdóttir

Kveðja frá Íþróttafélaginu Þór.

Á árinu sem er að líða hefur verið því miður nokkrum sinnum verið höggið þungt í raðir okkar Þórsara og það er sárara en tárum taki að þurfa að lúta þeim dómi er almættið hefur nú látið dynja á okkur.

Dagbjört Elín Pálsdóttur lést í svefni þann 18. október sl. frá fjórum börnum og eiginmanni, foreldrum og systkinum.

Höggið var þungt og við Þórsarar finnum mikið til og stöndum særð og klökk.

Dagbjört Elín fékk það í vöggugjöf að vera og verða Þórsari allt sitt líf, og þar réði för faðir Dagbjartar, Páll Jóhannesson sem eins og allir vita er einn almesti Þórsari sem til er og nú heiðursfélagi þess.

Í því ljósi var annað heimili Dagbjartar og systkina á stundum Þórsheimilið Hamar og þannig lærðu börnin meðal annars þau góðu gildi er Þór stendur fyrir, og nú á þessari sorgarstundu finnum við það svo sterkt einmitt þau gildi, félagið í heild sinni er sem ein fjölskylda sem saman stendur þétt og uppfull af innilegri samúð með útréttan faðminn til þeirra er nú sjá á bak ástvini.

Það er á svona stundum sem við finnum einmitt hve félagið okkar, Íþróttafélagið Þór er miklu meira en bara íþróttafélag, og við öll sem eitt sameinumst í fallegri hugsun, bæn og biðjum þess eins að hin algóði Guð okkar umvefji þá alla sem stóðu næst Dagbjörtu Elínu Pálsdóttur.

Dagbjört var öflugur liðsmaður okkar Þórsara og skilaði dágóðu starfi í uppeldinu til félagsins, í sjálfum sér í körfu og fótbolta hér fyrrum, sem og síðar þegar hún sjálf fór að fylgja börnum sínum í barna- og unglingastarfi Þórs. Þar munaði svo sannarlega um Dagbjörtu. Dagbjört var einnig starfsmaður félagsins í Hamri um skeið.

Íþróttafélagið Þór sendi eftirlifandi eiginmanni Dagbjartar, börnum hennar, foreldrum, systkinum sem og öllum öðrum ástvinum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Hvíli Dagbjört Elín Pálsdóttir í friði Guðs.

Íþróttafélagið Þór

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Freyja Rögnvaldsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Gunnar Jóhann Gunnarsson

Tryggvi, Sigríður Dóra, Sigurjón, Gunnhildur Harpa og Tómas skrifa
12. apríl 2024 | kl. 06:00

Daníel Snorrason

Valur Ásmundsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 09:45

Daníel Snorrason

Björn Björnsson skrifar
04. apríl 2024 | kl. 06:05

Daníel Snorrason – lífshlaupið

04. apríl 2024 | kl. 06:00