Fara í efni
Minningargreinar

Pálmi Stefánsson - lífshlaupið

Pálmi Stefánsson tónlistarmaður fæddist 3. september 1936. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 15. júlí síðastliðinn.

Foreldrar Pálma voru hjónin Stefán Einarsson, fæddur 1902, dáinn 1958, og Anna Þorsteinsdóttir, fædd 1909, dáin 1994. Pálmi var þriðji í röð sjö systkina, elst var Rósa, fædd 1930, sem lést 2014, Valgeir Þór fæddur 1934, Anna Lilja, fædd 1938, Svandís fædd 1943, sem lést 2012, Steingrímur, fæddur 1946, látinn 2002, og Stefán Páll, fæddur 1948, dáinn 1987.

Pálmi kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Soffíu Kristínu Jónsdóttur 10. desember 1967. Hún er fædd 17. júlí 1947. Þau eignuðust þrjú börn;

  • Haukur, fæddur 1968, maki Sigurbjörg Ósk Sigurðardóttir, börn þeirra eru a) Stefán Elí b) Ásta Sóley c) Neó Týr.
  • Björk, fædd 1969, maki G. Ómar Pétursson, börn þeirra eru a) Helga Sigrún, b) Kristófer Leó c) Ívan Geir d) Aþena Björk, d) Elena Soffía.
  • Anna Berglind, fædd 1979, maki Helgi Rúnar Pálsson, börn þeirra eru a) Arnór Ingi b) Pálmi Þór c) Helga Maren.

Pálmi fæddist að Litlu Hámundarstöðum á Árskógsströnd. Hann hóf ungur að spila á harmoniku og byrjaði á barnsaldri að leika fyrir dansi á skemmtunum í sinni heimasveit. Eftir að Pálmi flutti til Akureyrar stofnaði hann hljómsveit í eigin nafni og síðar hljómsveitina Póló sem hann starfrækti árum saman.

Árið 1966 stofnaði Pálmi Tónabúðina, sem hann var gjarnan kenndur við. Þar voru seld hljómplötur, hljóðfæri, hljómtæki og fleira tengt tónlist, og síðar sjónvörp um tíma. Verslunina rak Pálmi í rúmlega fjóra áratugi, seldi hana í október 2007 en hafði opnað útibú í Reykjavík 2004.

Ári eftir að Tónabúðin var sett á laggirnar komu Pálmi og viðskiptafélagi hans Tónaútgáfunni á fót, settu upp hljóðver á Akureyri og gáfu út um 60 hljómplötur á einum og hálfum áratug. Ekki voru þær allar teknar upp á Akureyri, til dæmis gaf Tónaútgáfan út þá goðsagnakenndu plötu Lifun með hljómsveitinni Trúbrot og fyrstu plötu Björgvins Halldórssonar, Þó líði ár og öld, sem báðar voru hljóðritaðar í London.

Pálmi Stefánsson var virkur í tónlistarlífinu í um það bil 70 ár. Mörg síðustu ár lék hann reglulega fyrir eldri borgara á Akureyri ásamt félögum sínum, til dæmis á dvalarheimilinu Lögmannshlíð.

Útför Pálma Stefánssonar fer fram frá Glerárkirkju í dag, 27. júlí 2021, klukkan 11.00. 

Rósa Antonsdóttir

Anna Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
08. júní 2023 | kl. 06:02

Rósa Antonsdóttir

Aldís Dögg Hjaltalín skrifar
08. júní 2023 | kl. 06:01

Rósa Antonsdóttir – lífshlaupið

08. júní 2023 | kl. 06:00

Björg Finnbogadóttir

Óskar Magnússon skrifar
02. júní 2023 | kl. 21:00

Björg Finnbogadóttir

Bjarni Th. Bjarnason skrifar
02. júní 2023 | kl. 11:15

Björg Finnbogadóttir

Guðmundur Karl Jónsson skrifar
02. júní 2023 | kl. 11:00