Fara í efni
Minningargreinar

Jón Sigurpáll Hansen

Jón Sigurpáll Hansen

Jón Sigurpáll Hansen eða Jónsi lést 25. desember. Leiðir okkar Jónsa lágu saman þegar við byrjuðum í skóla 6 ára og vinátta hefur haldist alla tíð síðan. Það hefur margt á daga okkar drifið. Jónsi var mikill félagi í Skautafélagi Akureyrar og um 12 til 13 ára aldur fór hann að búa til svell svo að hægt væri að fara á skauta inn á Krókeyri fyrst fóru eldri karlarnir og svo fengum við yngri að fara á eftir ef ekki hafði snjóað í millitíðinni.

Jónsi byrjaði snemma að vinna hjá Hannesi garðyrkjustjóra sem var yfir Garðræktinni, sem vélamaður á sumrin en sá svo um að gera svell fyrir Skautafélagið að Krókeyri, Moldarvellinum, KA-svæðinu og Þórsvellinum, auk þess gerði Jónsi á Tjörninni hlaupabraut fyrir skautahlaup í löglegri stærð fyrir Vetraríþróttahátíðina 1980.

Jónsi var fararstjóri ásamt Birgittu konu sinni í ótal ferðum sem við fórum með alla flokka suður til Reykjavíkur að keppa við Skautafélag Reykjavíkur eða Björninn. Þá var fenginn bíll hjá Gunna á Sérleyfisbílum Akureyrar til ferðanna, það þurfti stórar farangursgeymslur fyrir dótið en Gunni lánaði okkur svo minni bíl í borginni, þá skiftumst við á að keyra ég fyrri part og hann sá um að keyra seinni part dags. Jónsi hafði gott lag á strákunum og vissi þarfir hvers og eins, það var virkilega líf og fjör í þessum ferðum og alltaf var hann með sitt jafnaðargeð, það haggaði honum enginn.

Þegar stofnuð var krulludeild innan SA var hann einn að stofnendum hennar. Fyrsta liðið hans var Víkingar, það voru tvenn hjón sem skipuðu liðið, Gísli og Marjo Kristinsson auk Jónsa og Birgittu. Jónsi stofnaði síðar sitt lið ásamt Birgittu konu sinni sem þau nefndu Skytturnar. Þessi lið fóru og tóku þátt í keppni bæði í Danmörku og Skotlandi , sem voru frábærar ferðir. Á þessum tíma störfuðu og voru allt í öllu fyrir Skautafélagið með Jónsa, Maggi Finns, Kubbi P, Marjo, sem öll eru látin, auk þess Nonni Björns og Birgitta, ásamt fleirum.

Ég laut þar yfir rósina, svo enginn annar sá,
að öllum sóttu lífsins þungu gátur.
Svo kyrrt var þarna inni, að klukkan hætti að slá,
en klökkvans þögn er innibyggður grátur.
(Davíð Stefánsson)

Elsku Birgitta, Árni Freyr, Erna og fjölskyldur sendi ég hugheilar samúðarkveðjur.

Megi góður Guð veita ykkur styrk í þungri raun.

Árni Arason

Gunnþóra Árnadóttir

Gunnþóra Ingvadóttir skrifar
24. janúar 2023 | kl. 12:00

Gunnþóra Árnadóttir

Rósa María Tómasdóttir skrifar
18. janúar 2023 | kl. 20:00

Jón Sigurpáll Hansen

Ásthildur Sturludóttir skrifar
13. janúar 2023 | kl. 11:00

Jón Sigurpáll Hansen

Hallgrímur Þór Indriðason skrifar
13. janúar 2023 | kl. 11:00

Jón Sigurpáll Hansen

Guðríður Friðriksdóttir og fleiri skrifa
13. janúar 2023 | kl. 11:00

Jón Sigurpáll Hansen

Kristín Sveinbjörnsdóttir og Sveinn Karlsson skrifa
13. janúar 2023 | kl. 11:00